5. - 7.flokkur Laugardalsmót
Jæja, þá er síðast dagur mótsins liðinn og allir hafa skilað sér heim eftir viðburðaríka og skemmtilega helgi. Sunnudagurinn hófst hjá 6. og 7.flokki kl. 8.35 með leikjum við björninn þar sem báðir töpuðust, 6. naumlega eftir góðan leik þar sem báðir aðilar lögðu bæði hjarta og sál í leikinn og 7. stærra. Síðan var röllt heim á gistiheimili þar sem keppendur fengu hressingu eftir átökin en þar voru þá fyrir 5.flokkur að borða morgunmatinn og gera sig klára fyrir sinn síðasta leik við björninn kl. 11.05 Sá leikur VANNST og var hraður og mjög skemmtilegur á að horfa fyrir utan nokkur atvik þar sem ákafinn og keppnisskapið bar menn heldur af leið og því miður þurfti að styðja nokkra af velli, en allt jafnaði þetta sig þó fljótt fyrir utan að leikmaður nr.6 Daníel Baldursson í liði SA lenti upp á slysadeild með brákaða hendi. Eftir að björninn b og SR c höfðu svo lokið síðasta leik mótsins var verðlaunaafhending á svellinu þar sem allir fengu medalíu og einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu umgengni í búningsklefum og þá viðukenningu hlutu..........JÁ AUÐVITAÐ SA !!!! Eftir ahendinguna var svo pissuveisla fyrir allan hópinn á áhorfendapöllunum. SRingar fá bestu þakkir fyrir gott skipulag og móttökur og allir þáttakendur fyrir skemmtilegt mót. Eftir mótslok kom rúta að sækja farangur og fólk og leiðin lá uppá gistiheimili þar sem allir hjálpuðust að við að bera töskur og dót út í rútu og síðan léku þjálfarar við krakkana á meðan gengið var frá og svo var lagt af stað þegar klukkan var langt gengin í tvö. Við stoppuðum svo í Staðarskála þar sem allir fengu hamborgara, kók OG FIMMHUNDRUÐKALL til eigin ráðstöfunar. Auðvitað urðu flestir fimmhundruðkallarnir eftir í sjoppunni og var svo haldið áfram og lent við Skautahöllina rétt fyrir kl. átta þar sem foreldrar og aðrir biðu eftir hópnum. Foreldrafélagið undir forystu Dýrleifar sá um allan undirbúning og skipulag ferðarinnar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir sem og þjálfurm og fararstjórum. OG KRAKKAR þið stóðuð ykkur vel og takk fyrir góða framkomu og skemmtilega helgi.