5. - 7.flokkur Laugardalsmót

Jæja, þá er síðast dagur mótsins liðinn og allir hafa skilað sér heim eftir viðburðaríka og skemmtilega helgi. Sunnudagurinn hófst hjá 6. og 7.flokki kl. 8.35 með leikjum við björninn þar sem báðir töpuðust, 6. naumlega eftir góðan leik þar sem báðir aðilar lögðu bæði hjarta og sál í leikinn og 7. stærra. Síðan var röllt heim á gistiheimili þar sem keppendur fengu hressingu eftir átökin en þar voru þá fyrir 5.flokkur að borða morgunmatinn og gera sig klára fyrir sinn síðasta leik við björninn kl. 11.05 Sá leikur VANNST og var hraður og mjög skemmtilegur á að horfa fyrir utan nokkur atvik þar sem ákafinn og keppnisskapið bar menn heldur af leið og því miður þurfti að styðja nokkra af velli, en allt jafnaði þetta sig þó fljótt fyrir utan að leikmaður nr.6 Daníel Baldursson í liði SA lenti upp á slysadeild með brákaða hendi. Eftir að björninn b og SR c höfðu svo lokið síðasta leik mótsins var verðlaunaafhending á svellinu þar sem allir fengu medalíu og einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu umgengni í búningsklefum og þá viðukenningu hlutu..........JÁ AUÐVITAÐ SA !!!! Eftir ahendinguna var svo pissuveisla fyrir allan hópinn á áhorfendapöllunum. SRingar fá bestu þakkir fyrir gott skipulag og móttökur og allir þáttakendur fyrir skemmtilegt mót. Eftir mótslok kom rúta að sækja farangur og fólk og leiðin lá uppá gistiheimili þar sem allir hjálpuðust að við að bera töskur og dót út í rútu og síðan léku þjálfarar við krakkana á meðan gengið var frá og svo var lagt af stað þegar klukkan var langt gengin í tvö. Við stoppuðum svo í Staðarskála þar sem allir fengu hamborgara, kók OG FIMMHUNDRUÐKALL til eigin ráðstöfunar. Auðvitað urðu flestir fimmhundruðkallarnir eftir í sjoppunni og var svo haldið áfram og lent við Skautahöllina rétt fyrir kl. átta þar sem foreldrar og aðrir biðu eftir hópnum. Foreldrafélagið undir forystu Dýrleifar sá um allan undirbúning og skipulag ferðarinnar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir sem og þjálfurm og fararstjórum. OG KRAKKAR þið stóðuð ykkur vel og takk fyrir góða framkomu og skemmtilega helgi.

5. - 7.flokkur Laugardalsmót

Annar dagur búinn með misjöfnu gengi. 5.flokkur byrjaði daginn kl.9. með leik við björninn og vann þar þokkalegan sigur ( man ekki tölurnar ca. 6-2) og kl.10.40 byrjaði 7.flokkur að spila við björninn í 2x15 mín. og varð undir þar en þau héldu samt ótruð áfram viðstöðulaust í aðra viðureign og nú við SR sem stóð aðrar 2x15 mín. og ekki unnu þau heldur þar, en ósköp voru þau lúin eftir þessa törn. 6. flokkur spilaði líka kl.10.40 við SR og urðu að sætta sig við tap þrátt fyrir vilja til annars. Næsti leikur var hjá 5.flokk kl.12.45 gegn SR aftur og urðu úrslitin á verri veginn fyrir okkar menn. Þá var drifið sig heim í samlokur og djús og kl.2.30 voru svo allir mættir í keiluhöllina þar sem fólkið skemmti sér um stund í keilu og aðra skemmtan, og svo var drifið sig í sund og pissuveisla á eftir.´Síðasti leikur dagsins var svo seinni leikur 5.flokks við SR og urðu úrslitin á sömu lund og áður

Skautadeild Sindra

Frétt þessi er tekinn af vef bjarnarins, bjorninn.com

Fréttir af Skautadeild Sindra, Hornafirði:

Tveir stjórnarfundir voru haldnir í Skautadeildinni á síðasta starfsári og einkenndist starfsemin af miklum ungmennafélagsanda . Sindri Ragnarsson og Ari Þorsteinsson sáu um að æfa félaga deildarinnar í götu hokkí með aðstöðu í íþróttahúsinu. Kjarninn af félagsmönnum samanstóð af 18 ? 20 krökkum. Snædís Bjarnadóttir sá um að þjálfa félagsmenn síðastliðið sumar utandyra og var það mikill hvalreki fyrir deildina. Ekki reyndust malbikuðu plön bæjarins nógu vel til útiæfinga þannig að þau fluttu sig aftur inn í íþróttahúsið eftir humarhátíð, ákveðið áhyggjuefni er fyrir deildina að verið er að leggja nýtt gólfefni á íþróttahúsið þannig að væntanlega og eðlilega verða hjólaskautarnir ekki leyfðir á því. Ekki hefur tekist að fá þjálfara til að æfa félagsmenn í haust þannig að skauta íþróttin hefur verið í ákveðnu lágmarki. Skautadeildin auglýsir eftir áhugasömum aðila sem er tilbúinn að vinna með og þjálfa deildina. Góðu fréttirnar eru samt þær að óvenju kalt hefur verið í vetur þannig að töluverðar, almennar og þjálfaralausar skautaæfingar hafa átt sér stað úti í guðsgrænni náttúrunni.

Það er mikilvægt þegar menn eru að stunda skautaíþróttina úti í náttúrunni að eiga slípivél og hafa aðgang að aðila sem tekur að sér að slípa skauta. Ef einhver skautafélög í landinu eiga slípivél sem þau eru búinn að leggja og væri hægt að fá fyrir lítið væri það vel þegið og eins auglýsir skautadeildin eftir aðila sem er tilbúinn að taka að sér skautaslípun í Hornafirði.

Það er gaman að segja frá því að þjálfari og félagi í Skautadeild Sindra, Snædís Bjarnadóttir er komin í Íslenska Landsliðið í íshokkí og er á förum til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar. Við í Skautadeildinni erum ákaflega stolt af henni og óskum henni og íslenska landsliðinu góðs gengis.Ég vil Þakka þeim Sindra Ragnarssyni og Snædísi Bjarnadóttur fyrir framlag þeirra til skautaíþróttarinnar hér í Hornafirði.

Fyrir hönd Skautadeildar Sindra

Ari Þ. Þorsteinsson

Meistaraflokkur verður fyrir áfalli!!!

Elmar Magnússon varnarmaður í liði S.A. varð fyrir alvarlegum meiðslum í morgun þegar hann var á landsliðsæfingu með U18. Elmar lenti ílla á hurðargati á rammanum þar sem hurðin var ekki lokuð og var hann sendur uppá sjúkrahús sem þar kom í ljós að hann var með rifna lifur.....oji Elmar ég finn með þér. Þannig að Elmar kallinn verður ekki með það sem eftir er af leiktíðinni og er það mikil blóðtaka fyrir S.A. ekki síst fyrir vörn S.A. þar sem Elmar hefur verið einn af betri varnarmönnum S.A. Við hjá S.A. sendum Elmari baráttukveðjur.

5. - 7.flokkur Laugardalsmót

Jæja fyrsti dagur mótsins búinn og allir harla glaðir, ferðin suður gekk vel með matarstoppi í Staðarskála. Komum til Rvík. um 4 leitið og byrjuðum með heimsókn í Everest í kylfuleit fyrir Mike. Allir fóru inn að skoða og höfðu gaman af. Svo var farið í gistiheimilið og eldað hakk og pasta fyrir allan mannskapinn og svo mætt í skautahöllina kl. 19 þar sem mótið var sett korteri seinna. Sjöundi flokkur spilaði sinn 1. leik kl 19.30 við SR og tóku nokkurn skell. 6. flokkur spilaði svo við Björninn B og hafði þar nokkra yfirburði. Þergar þetta er skrifað eu allir komnir í ró og safna kröftum fyrir morgundaginn

2.fl. Suðurferð

Lagt verður af stað frá Skautahöllinni kl 13:00 á morgun Laugardag. Hafið með ykkur góða skapið og nesti ef vill.

Karlalandsliðið

Stanislav Berger þjálfari karlalandsliðsins hefur valið hóp til æfinga sem hann boðar í æfingabúðir á Akureyri helgina 11. og 12. mars næstkomandi. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir til æfinga:


Þjálfunarbúði fyrir Senior Landsliðið (Camp)
Jón Trausti GuðmundssonGKSR
Birgir Örn SveinssonGKSR
Gunnlaugur BjörnssonGKNarfi
Guðmundur B. IngólfssonDBjörninn
Elvar JónsteinssonDNarfi
Ingvar Þór JónssonDSR
Guðmundur BjörgvinssonDSR
Kári ValssonDSR
Þórhallur ViðarssonDSR
Björn Már JakobssonDSA
Birkir ArnarssonDSA
Sigurður Sveinn SigurðarssonFNarfi
Daði Örn HeimissonFBjörninn
Brynjar ÞórðarssonFBjörninn
Hrólfur M. GíslasonFBjörninn
Jhonn Freyr AikmannFBjörninn
Stefán HrafnssonFSR
Helgi Páll ÞórirssonFSR
Árni Valdi BernhöftFSR
Gauti ÞormóðssonFSR
Steinar Páll VeigarssonFSR
Úlfar AndréssonFSR
Arnþór BjarnassonFSA
Clark Alexander McCormickFSA
Jón B GíslasonFSA
Jón Ingi HallgrímssonFSA
Rúnar RúnarssonFDK
Jónas Breki MagnússonFDK
Emil AlengardFSW
Daniel ErikssonFSW
Patrik ErikssonDSW
Æfingar verða á Akureyri 11.og 12. Mars 2005
Mæting kl 20:00 Skautahöllinni Akureyri.
Föstudag 11.03.2005: Ísæfing Kl: 21:15 til kl 23:00
Laugardag 12.03.2005: Ísæfing kl: 06:50 til 07:50

Mót í Laugardal

Nú í morgunsárið eru 5. 6. og 7. flokkur að búa sig af stað í keppnisferð í Skautahölina í Laugardal. Þetta er fríður hópur um 30 barna auk þjálfara og fararstjóra. Við sendum þeim baráttu kveðjur og óskum þeim góðs gengis og góðrar ferðar. kveðja........Hokkístjórnin

Gústi í S.R.

Gústi danski leikmaður S.R. varð fyrir því óhappi að fá pökkinn í andlitið í leiknum gegn birninum síðastliðinn þriðjudag. Hér má sá viðtal við gústa sem kom í íþróttarfréttum stöðvar 2. javascript:OpenTvItem('http://media.gagna.net/uskefnistod2/clips/2005_03/1838/klipp3.wmv');

SR vann Björninn í Egilshöll

Í kvöld leiddu Björninn og SR saman hesta sína í Egilshöll og var leikurinn hin besta skemmtan S.R. höfðu yfirhöndina lengst af en Björninn átti góða spretti inn á milli. Sigur SR-inga 4-7 gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum en liðin voru lengst af jafnari en markatalan gefur til kynna.