HUMMEL gallarnir !!!

Nú eru hummel-gallarnir loksins komnir í Sportver og því þurfa nú allir að fara og máta og panta á sig og sína. Passið að skrá nafn barns og stærð. Etv. eru ekki öll börn skráð á listann í Sportveri en þá er bara að bæta nafninu þar á og rétta stærð.
Með von um skjót viðbrögð frá ykkur svo við getum farið og pantað gallana sem fyrst.  Stjórn Foreldrafélagsins.

Iðkendur í 4. 5. og 6. hóp sem fæddir eru 1996 og fyrr!

Ykkur er boðið í prufutíma í boltaþrek (Fit Pílates) upp á Bjargi hjá Hólmfríði nk. sunnudag milli 11:30 og 12:30. Þetta er kynningartími fyrir þá sem áhuga hafa á að nýta sér þessa tíma í vetur. Þetta verða "lokaðir" tímar, þ.e.a.s. tímarnir eru einungis fyrir okkur. Öllum er frjálst að fara í pottana að loknum tíma! Eftir prufutímann fá allir sem mæta skráningarblað sem þeir fara með heim til foreldra. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa tíma í vetur geta því skráð sig með því að skila Helgu þjálfara skráningarblaðinu með undirskrift foreldris. Hægt verður að skrá sig annað hvort í 3 eða 6 mánuði og er reiknað með að verð fyrir 3 mánuði verði um 3000 kr og fyrir 6 mánuði verði um 5000 kr. Tímarnir í vetur verða á fimmtudögum milli 19:30 og 20:30 (en ekki á sunnudögum eins og kynnt var á foreldrafundi sl. þriðjudag). Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við þessa tíma hafið samband við Helgu þjálfara: helgamargretclarke@gmail.com!

Breyttar æfingar um helgina vegna hokkímóts!

Vegna hokkímóts um næstu helgi verða örlitlar breytingar á æfingum. Það verða óbreyttar æfingar hjá 3. hóp yngri og eldri á laugardag en æfingar milli 8 og 11 á sunnudagsmorgun falla niður. Á sunnudagskvöldið verða æfingar sem hér segir:

4. hópur milli 17:10 og 18.20

5. hópur milli 18:20 og 19:40

6. hópur milli 19:40 og 21:00

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags listhlaupadeildar verður haldinn miðvikudaginn
10. október n.k. Fundurinn verður uppi í fundarherbergi skautahallar
(stiginn upp í stúku og síðan hægri snú og fyrstu dyr til vinstri). Hefst
klukkan 20.00. Búið er að manna stjórn en áhugasamir velkomnir sem
varamenn.
Stjórn foreldrafélags listhlaupadeildar.

Æfingagallar-seinasti séns

Á morgun föstudaginn 5.okt. frá kl: 16.30-17.30 verður hægt að máta og panta æfingabuxur, peysur og kaupa skautatöskur. Þetta er seinasti dagurinn.

kveðja Stjórnin

Bikarmót 4.fl. um næstu helgi

Í haust var ákveðið af ÍHÍ að bæta við Bikarmóti fyrir 5.-7. Flokk og 4. Flokk vegna mikils áhuga og áeggjan allra félaganna.  Nú um næstu helgi verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri FYRSTA BIKARMÓTið í 4.flokki.  Því miður ákváðu SRingar að taka ekki þátt í þessu móti og því munu þar verða tvö lið frá Birninum og eitt frá SA. Spilaðar verða tvær umferðir svo hvert lið mun spila 4 leiki. Bikar verður veittur fyrir 1. sætið og auðvitað slúttum við með PIZZA veislu í móts lok. Hægt er að skoða dagskránna hér. Einnig verður spilaður leikur í 2.fl. kl. 20,00 á laugardagskvöldið og þar eigast við SA og SR.  ÁFRAM SA  .......................

SA - SR, umfjöllun

Á laugardaginn mættust hinu fornu fjendur í Skautafélagi Akureyrar og Skautafélagi Reykjavíkur, í fyrstu viðureign liðanna í vetur.  Bæði lið höfðu unnið Björninn fyrr í vetur auk þess sem SR hafði gjörsigrað Narfa nokkrum dögum fyrr.

Foreldrafundur!

Minnum foreldra á foreldrafundinn á morgun, sjá nánari tímasetningar í extra-dagskránni eða á miða sem börn fengu með sér heim í síðustu viku.