14.02.2016
Þá er vinamót LSA og Frost lokið. Alls tóku 67 krakkar þátt í mótinu og gekk framkvæmd mótsins mjög vel. Dagskráin var á undan áætlun báða dagana.
13.02.2016
Þá er fyrri keppnisdegi lokið á Vinamóti LSA og Frost sem fram fer hér norðan heiða um helgina.
13.02.2016
SA Víkingar báru sigurorð af SR í laugardaldnum í gærkvöld og fengu bikarmeistaratitilinn afhenntan í leikslok. SA Víkingar urðu reyndar deildarmeistarar á þriðjudag þegar Esja tapaði fyrir Birninum og gerði þar með útum vonir sínar um að ná SA að stigum. SA Víkingar eiga þar með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem byrjar næstkomandi föstudag en eiga einn leik eftir í deildinni þegar þeir mæta Birninum hér heima á þriðjudag.
13.02.2016
Ynjur fá SR konur í heimsókn og 2.flokkur SA mun spila við 2.flokk SR.
11.02.2016
Hreinn úrslitaleikur um gullið.
10.02.2016
Dagskrá mótsins (með fyrirvara um breytingar) er tilbúin og dregið hefur verið í keppnisröð (athugið breytta keppnisröð í 8 ára og yngri C).
08.02.2016
Ynjur unnu þægilegan sigur á SR um helgina þar sem lokatölur urðu 17-4 en leikurinn var sögulegur fyrir aðrar sakir. 3. flokkur gerði einnig góða ferð og sigruðu SR í tvígang þar sem þeir spiluðu á laugardag og sunnudagsmorgun.
07.02.2016
SA Víkingar sigruðu Esju í gærkvöld þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir vítakeppni. SA Víkingar halda því toppsætinu í Hertz deildinni þegar einunngis tvær umferðir eru óspilaðar og eru aðeins einum sigri frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Esja er í dauðafæri á því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins en aðeins kraftaverk hjá Birninum getur komið í veg fyrir það.
07.02.2016
Leiknum var streymt á SA TV eins og venjulega !
05.02.2016
SA Víkingar taka á móti Esju í annað sinn í þessari viku laugardaginn 6. febrúar kl 17.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar verma toppsætið en Esja getur jafnað SA að stigum með sigri. Síðasti leikur þessarar liða var gríðarlega spennandi og engin ástæða til þess að ætla annað en að þessi toppslagur verði hin besta skemmtun.