Ice Cup: Ert þú búin(n) að skrá þig?

Skráningarfrestur á Ice Cup er til 15. apríl. Fjórtán lið komin á blað. Einstaklingar geta haft samband og fengið aðstoð við að mynda lið.

Enn hafa einhver af heimaliðunum ekki tilkynnt þátttöku og eru forsvarsmenn þeirra beðnir um að gera það sem fyrst svo það liggi sem fyrst fyrir hvernig staðan er varðandi fjölda liða og hvort einhverjir einstaklingar eru án liða. Ljóst er að Mammútar verða ekki með óbreytt lið á Ice Cup. Óvíst er með þátttöku "sjómannanna" Jóns Inga og Sveins, Haraldur gengur til liðs við þrjár dömur frá Bandaríkjunum sem koma og taka þátt í Ice Cup í fjórða sinn, Jens mun að líkindum safna saman vinum sínum undir nafni Norðurbandalagsins og Óli fær hugsanlega til liðs við sig einhverja fyrrum og/eða næstum Mammúta. 

Nú hafa fjórtán lið verið skráð þótt ekki sé endanlega ljóst með alla liðsmenn viðkomandi liða. Auk þess er vitað um áhuga nokkurra einstaklinga og/eða hópa á að taka þátt, bæði úr röðum þeirra sem hafa stundað krulluna að einhverju marki áður og meðal nýrra iðkenda. Við hvetjum þetta fólk til að nýta aprílmánuð til æfinga því þá verður ekkert mót heldur opið svell og væntanlega nóg af fólki til að leiðbeina nýliðum (sjá dagsetningar í fyrri frétt). Jafnframt eru einstaklingar sem hafa áhuga á að taka þátt í Ice Cup en eru ekki komnir í lið beðnir um að hafa samband þannig að hugsanlega verði hægt að leiða saman slíka einstaklinga og mynda lið. Sentið tölvupóst í haring@simnet.is eða hringið í 824 2778.

Til að auðvelda samhæfingu við vinnu eru hér drög að leikjadagskrá: Reiknað er með að hefja keppni síðdegis á fimmtudegi, 29. apríl, og mega öll lið reikna með að leika einn leik þann daginn. Keppni hefst aftur snemma á föstudagsmorgni og má gera ráð fyrir a.m.k. tveimur leikjum á hvert lið þann daginn. Keppni hefst einnig snemma á laugardagsmorgni og mega liðin gera ráð fyrir einum til tveimur leikjum þann daginn. Keppnisfyrirkomulagið fer nokkuð eftir fjölda liða, auk þess sem þau lið sem leika úrslitaleiki fá væntanlega einum leik meira en önnur lið.

Enn og aftur vekjum við athygli á því að heimagisting er vel þegin hjá krullufólki sem kemur að utan - ef þú hefur áhuga á að hýsa einn eða fleiri þátttakendur á Ice Cup, hafðu þá samband sem fyrst.

Hér er yfirlit um skráningu liða eins og hún stendur nú:

Fífurnar
Dagbjört Hulda Eiríksdóttir, Hannela Matthíasdóttir, Jón G. Rögnvaldsson, Jónas Gústafsson og Svanfríður Sigurðardóttir

Garpar
Árni Grétar Árnason, Björn Sigmundsson, Hallgrímur Valsson, Ólafur Hreinsson og...

Mánahlíðarhyskið
Gunnar H. Jóhannesson og ætt.

Norðurbandalagið
Jens Kristinn Gíslason og vinir, 

Moscow
Anton Batugin, Tatiana Sukhova og Tatiana Nikitina frá Hvíta-Rússlandi og Rússlandi

Ónefnt lið
Gwen Krailo, Haraldur Ingólfsson, Susan Haigney og Susan Porada

Ónefnt lið
Calum McNee og félagar - skoskt lið

Ónefnt lið
David Smith, Barbara Smith frá Írlandi, ásamt tveimur heimamönnum

Riddarar
Tryggvi Gunnarsson og...

Skytturnar
Ágúst Hilmarsson, Árni Arason, Árni Ingólfsson, Jón S. Hansen, Sigurgeir Haraldsson

(Slippery When Wet)
Arnar Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Ólafur Númason og fleiri

Sweepless in Seattle
David Cornfield, Linda Cornfield, April Gale-Seixeiro og Steve Seixeiro frá Granite Curling Club í Seattle í Bandaríkjunum

Svarta gengið
Brynjólfur Sigurðsson, Erling Tom Erlingsson, Leifur Ólafsson, Ómar Ólafsson, Sigfús Sigfússon

Üllevål
Andri Freyr Magnússon, Guðmundur Karl Ólafsson, Karl Ólafur Hinriksson, Sigurður Pétursson, Sigurjón Steinssonl