Íslandsmótið í krullu: Garpar og Mammútar leika um gullið

Mammútar unnu undanúrslitaleikinn gegn Fífunum og leika gegn Görpum um Íslandsmeistaratitilinn.

Mammútar byrjuðu betur gegn Fífunum í morgun, skoruðu þrjú stig í fyrstu umferðinni. Fífurnar voru þó að spila vel og náðu smátt og smátt að saxa á þetta forskot og jafnaleikinn 3-3 eftir fjórar umferðir. Mammútar skoruðu síðan tvö stig í fimmtu umferðinni og þegar upp var staðið dugði það, þeim tókst að skjóta burt steinum Fífanna í lokaumferðinni og að lokum áttu Fífurnar ekki eftir nógu marga steina til að jafna leikinn, úrslitin því 5-3 Mammútum í vil. Mammútar komust þar með í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilin og mæta þar Görpum sem lögðu þá að velli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fífurnar og Víkingar mætast í leik um bronsið, en Fífurnar unnu leik þessara liða í gærkvöldi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Leikurinn í tölum:

 Mammútar 
 3 
    2 
 x 
  5  
 Fífurnar  1 
 1 
 1 
  x 
3

Úrslitaleikirnir hefjast kl. 16.30 í dag og ætti þeim að ljúka um eða upp úr kl. 18, nema ef jafnt er eftir sex umferðir og þörf verður á að leika aukaumferðir til að knýja fram úrslit. Sjá úrslit allra leikja í excel-skjali hér.

Braut 2: Garpar - Mammútar - úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitil.

Braut 4: Fífurnar - Víkingar - úrslitaleikur um brons

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.