Ásynjur - Ynjur í kvöld kl 19.30

Það er stórleikur í Hertz-deild kvenna í kvöld þegar Ásynjur mæta Ynjum en leikurinn hefst kl 19.30. Ásynjur hafa 5 stiga forskot á Ynjur og þurfa Ynjur því nauðsynlega á sigri að halda til þess að eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum. Leikir þessara liða hafa verið æsispennandi í vetur svo það má búst við jöfnum og skemmtilegum leik í kvöl. Mætum í stúkuna og styðjum okkar lið, frítt inn.

Gimli mótið 2017

Topplíðin eigast við í kvöld

Gimli mótið 2017

Víkingar efstir

SA Víkingar taka á móti SR annað kvöld kl 19.20 í Hertz-deild karla

SA Víkingar taka á móti SR annað kvöld í Hertz-deild karla kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SR liðið sem hefur ekki unnið leik í vetur hefur tekið miklum framförum síðustu vikur og hafa verið erfiðir við að eiga svo það má búast við hörkuleik. Næstu leikir munu skera úr um hvaða lið komast í úrslitakeppnina en SA Víkingar eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 39 stig en hafa aðeins leikið 17 leiki en Esja sem er í fyrsta sæti með 44 stig hafa 20 leiki. Björninn er svo í þriðja sæti með 28 stig og hafa leikið 19 leiki. Mætum í stúkuna og styðjum okkar lið. Aðganseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

Ásynjur auka forskotið

Ásynjur sóttu þrjú stig til Reykjavíkur á laugardag þegar þær unnu lið Reykjavíkur, 9-3, í Egilshöll. Lið Ásynja var frekar þunnskipað, aðeins 10 útispilarar og Bart Moran þjálfari þeirra var upptekinn í leik í Laugardalnum, þannig að Jónína Margrét Guðbjartsdóttir var spilandi þjálfari í leiknum.

Reynslan hafði betur

Í gær mættust kvennalið SA, Ásynjur og Ynjur, í sinni sjöttu viðureign á tímabilinu. Fyrir leikinn höfðu Ásynjur eins stigs forystu á Ynjur þannig að baráttan um deildarmeistaratitilinn er hörð. Ásynjur byrjuðu af krafti og skoruðu strax eftir 17 sek þegar Anna Sonja þrumaði pekkinum í markið frá bláu línunni eftir stoðsendingu frá Birnu og Söruh. Ásynjur voru mjög ákveðnar það sem eftir var lotunnar en Ynjur áttu líka sín færi en mörkin urðu ekki fleiri í lotunni. Ásynjur voru betri heilt yfir í lotunni og spiluðu betur saman, meðan sendingar Ynja voru á köflum misheppnaðar og ónákvæmar.

Ásynjur - Ynjur í kvöld kl 19.30

Það verður stórleikur í Hertz-deild kvenna hjá okkur í kvöld þegar toppliðin Ásynjur og Ynjur mætast í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl 19.30 og það er frítt inn. Bæði lið í fantaformi um þessar mundir og unnu bæði stórsigra á liði Reykjavíkur um helgina. Liðin eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og hafa unnið innbyrðisleikina á víxl í vetur svo það má bóka skemmtilegan leik í kvöld. Endilega mætið í stúkuna á þennan leik, við getum lofað pottþéttri skemmtun.

Reykjavík Internation Games, RIG 2018, Listhlaup á skatum

Þessa helgi 26 til 28. janúar fór fram keppni í listhlaupi á skautum á vegum WOW Reykjavík International Games og Skaustasambands Íslands – ÍSS. Að þessu sinni tóku 14 stúlkur frá LSA þátt í mótinu. 9 stúlkur í intercup hópi og 5 stúlkur í hópi ISU keppenda. Þær stóðu sig allar með glæsibrag en 4 þeirra komust á verðlaunapall að þessu sinni.

Ásynjur náðu forystunni aftur

Ynjur voru ekki lengi á toppi deildarinnar þar sem Ásynjur komust aftur á toppinn í kvöld þegar þær lögðu Reykjavíkurliðið að velli 12-0. Leikmenn beggja liða komu ákveðnar til leiks en það voru ekki skoruð mörg mörk í fyrstu lotu. Anna Sonja skoraði fyrsta mark Ásynja eftir rúmar sjö mínútur með stoðsendingu frá Söruh. Undir lok lotunnar skoraði svo Alda Ólína annað mark Ásynja með stoðsendingu frá Söruh og Evu. Staðan eftir fyrstu lotu 2-0.

Ynjur með yfirburði gegn Reykjavík

Ynjur tóku á móti Reykjavík í gærkvöldi, föstudagskvöld, í leik sem fara átti fram á þriðjudagskvöld en var frestað þá vegna veðurs. Upphaflega hafði leikurinn verið settur rétt fyrir jól en verið frestað vegna landsliðsæfinga. Ynjurnar höfuð algjöra yfirburði í leiknum og sigruðu örugglega, 13-2. Þær byrjuðu af krafti og Silvía skoraði án stoðsendingar eftir aðeins 6 sekúntur. Stuttu seinna skoraði Hilma með stoðsendingu frá Sögu og Katrínu og svo Silvía aftur, nú með stoðsendingu frá Teresu. Hún bætti svo sínu þriðja marki við með stoðsendingu frá Gunnborgu og Katrínu áður en Hilma skoraði fimmta mark Ynja. Staðan var orðin 5-0 eftir innan við sex og hálfa mínútu og það var hún enn í lok fyrstu lotu. Ynjur voru þó miklu meira með pökkinn það sem eftir lifði lotunnar án þess að ná að skora.