06.11.2017
Haustmótið kláraðist sl. mánudag
06.11.2017
Bikarmót og Akureyrarmót saman í einu móti.
06.11.2017
Ynjur lögðu land undir fót í gær þegar þær sóttu heim sameinað lið SR og Bjarnarins í Laugardalnum. Þær höfðu töglin og hagldirnar allan leikinn og komu heim með þrjú stig eftir 12-2 sigur.
04.11.2017
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir setti nýtt samanlagt met á sínu fyrsta móti í Advanced Novice og bætti hún fyrra metið sem sett var í byrjun árs 2015 um 0,40 stig.
04.11.2017
7 keppedur frá LSA tóku þátt á Kristalsmótinu um helgina.
31.10.2017
SA Víkingar töpuðu tveimur stigum á laugardag þegar Esja mætti í Skautahöllinni á Akureyri og kreysti fram sigur í framlenginu, lokastaðan 5-6.
30.10.2017
LEIKIÐ VERÐUR KL. 18:30 Í KVÖLD
27.10.2017
SA Víkingar mæta Esju á morgun í Hertz-deild karla, laugardag kl 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar sitja í efsta sæti deildarinnar með 8 stiga forskot á Björninn sem er í öðru sæti en Esja er í þriðja sæti deildarinnar 10 stigum á eftir Víkingum en hafa spilað tveimur leikjum minna. Ásynjur taka svo á móti RVK kl 19 í Hertz-deild kvenna en Ásynjur eru jafnar Ynjum á toppi deildarinnar með 9 stig en RVK situr á botni deildarinnar án stiga. Mætið í stúkuna á morgun og hvetjið okkar lið til sigurs.
25.10.2017
Lið Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki kvenna, Ynjur og Ásynjur, mættust í Skautahöllinni í gærkvöldi. Leikurinn var spennandi eins og allir leikir þessara liða, en það voru Ynjurnar, lið yngri leikmannanna, sem fór með sigur af hólmi í þetta sinn.
24.10.2017
Ynjur Skautafélags Akurerar mæta Ásynjum Skautafélags Akureyrar í kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Síðasti leikur liðanna endaði á furðulegan hátt þegar leik var frestað vegna tæknilegra vandamála þegar tvær lotur höfðu verið spilaðar og Ásynjur leiddu þá leikinn 2-1. Síðar kom í ljós að leiknum yrði ekki haldið áfram og kláraður á öðrum leikdegi heldur myndu úrslitin standa þar sem búið var að spila meira en helming venjulegs leiktíma. Leikir þessarar liða hafa verið gríðarlega spennandi og skemmtilegir í gegnum tíðina svo við hvetjum fólk til þess að mæta á þennan leik.