Fréttir

17.03.2025

Fjórði leikur úrslitakeppninnar í Toppdeild kvenna á þriðjudagskvöld

Fjórði leikur úrslitakeppninnar í Toppdeild kvenna fer fram í Skautahöllinni á morgun þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 19:30. Fjölnir leiðir einvígið 2-1 en allir leikirnir hafa unnist á heimavöllum liðanna en SA freistar þess að knýja fram oddaleik sem fer þá fram í Egilshöll á fimmtudag. Við hvetjum allt SA fólk til að mæta í stúkuna og styðja vel við bakið á okkar liði.
16.03.2025

4 vikna Skautanámskeið fyrir alla aldurshópa hefst á miðvikudag

Við bjóðum uppá 4 vikna skautanámskeið sem hentar öllum sem vilja læra á skauta sér til heilsubótar eða auka þá færni sem er nú þegar til staðar. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er kennt á allar gerðir skauta - listskauta - hokkískauta og skautahlaups. Námskeiðið er kennt á miðvikudagskvöldum kl. 20:20-21:05 en fyrsti tíminn er 19. Mars og verð er 10.000 kr. fyrir námskeiðið.
15.03.2025

Skautafélag Akureyrar hefur eignast þrjá Íslandsmeistara í skautahlaupi

Íslandsmeistarmót í skautaati - short track var haldið á Vormóti Skautasambands Íslands hér á Akureyri helgina 1.-2. mars s.l. Skautaat er sú grein skautahlaups sem haldin er á stuttri brautu eða á sama ís og listskautar og hokkí. Greinin hefur verið stunduð í Skautafélagi Akureyrar í rúm 2 ár. Keppt var í tveimur vegalengdum og veittu samanlögð úrslit beggja vegalengda heildarúrslit mótsins.
11.03.2025

Fyrsti leikur í úrslitakeppni kvenna í kvöld

Fyrsti leikur í úrslitakeppni Toppdeildar kvenna fer fram í kvöld en SA mætir þar Fjölni í Egilshöll. Fjölnir er með heimaleikjaréttinn í seríunni en leikið er heima og að heiman þangað til annað liðið nær 3 sigrum og tryggir sér þá Íslandsmeistaratitilinn. Leikir liðanna hafa verið jafnir og spennandi allan í vetur en 6 af 8 leikjum hafa unnist með einu marki og 3 leikir hafa farið í framlengingu og vítakeppni. Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á þennan fyrsta leik í Egilshöll en leikurinn hefst kl. 19:45. 
08.03.2025

Drengirnir okkar í U18 að gera gott mót í Mexíkó

Drengirnir okkar í U18 landsliðinu eru heldur betur búnir að bíta í skjaldarendur á HM í Mexíkó eftir bratta byrjun í upphafi móts. Eftir frábæran sigur á Tyrkjum á miðvikudag þá beið okkar heimaliðið Mexíkó sem er djöfullegt að eiga á heimavelli í 2300 metra hæð fyrir fullri höll. Okkar drengir spiluðu virkilega vel og gáfu Mexíkó hörkuleik en heimaliðið vann að lokum 5-2 sigur og tryggði sér þar með sigur í mótinu. Mörk og stoðsendingar Íslands voru öll skoruð af okkar drengjum í þessum leik en Mikael Eiríksson skoraði fyrsta markið Íslands í yfirtölu með stoðsendingu frá Elvar Skúlasyni og fyrirliðanum Bjarma Kristjánssyni. Stefán Guðnason skoraði síðara markið með klassísku coast to coast marki og var valinn maður leiksins hjá Íslandi í lok leiks. Bjarmi Kristjánsson (2+2) og Mikeal Eiríksson (1+4) eru stigahæstu leikmenn Íslands það sem af er móti báðir með 4 stig.
08.03.2025

Gott gengi landsliðs skautaranna okkar á Sonja Heine Trophy í Osló

Þrjár stúlkur frá LSA, auk skautara frá SR og Fjölni eru nú staddar í Osló þar sem íslenska landsliðið tekur þátt á Sonja Heine Trophy. Helga Mey (basic Novice) hóf keppni á fimmtudag og náði 17. sæti af 47 keppendum sem er glæsilegur árangur hjá henni. Ylfa Rún (Advanced Novice) hóf keppni í gær með stutta prógrammið og er sem stendur í 21 sæti með 24.38 stig að loknum fyrri keppnisdegi. Ylfa Rún heldur áfram keppni í dag klukkan 19:10 með frjálsa prógrammið. Sædís Heba hefur leik í Junior síðar í dag en upphitun í hennar hóp hefst kl. 10:57 og röðin kemur svo að henni kl. 11:14. Við fylgjumst með þeim úr fjarska og sendum þeim hlýjar kveðjur og ósk um gott gengi.
06.03.2025

Hokkíveisla á laugardag og deildarmeistarabikarinn fer á loft

Við kveðjum deildarkeppnina á laugardag með sannkallaðri hokkíveislu því bæði SA liðinn spila sína síðustu leiki fyrir úrslitakeppnirnar. SA Víkingar eru deildarmeistarar og bikarinn fer á loft! Ársmiðahöfum er boðið í upphitun í ársmiðasalnum hálftíma fyrir leik þar sem verður boðið uppá kaffi og kruðerí. Þjálfari SA ,Sheldon Reasbeck mætir og gefur smá innsýn fyrir leikina. Fyllum stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs. SA Víkingar SR Kl 16:45 SA Kvenna SR Kl. 19:30 Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og í leikhléi. Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin. Forsala Miða kvenna: https://stubb.is/events/b7919y Forsala Miða karla: https://stubb.is/events/braWqo
28.02.2025

U18 drengja landslið Íslands mætt til leiks á HM í Mexíkó

U18 drengja landslið Íslands í íshokkí er nú mætt til Mexíkóborgar í Mexíkó þar sem liðið keppir á HM í 3. Deild B á næstu dögum. Liðið leikur æfingaleik við Nýja-Sjáland strax í dag en mótið sjálft hefst svo á sunnudag. SA á 15 fulltrúa í liðinu að þessu sinni og einnig aðila í fararstjórn liðsins. Auk Íslands eru Hong Kong, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ísrael og Tyrkland í riðlinum en Ísland mætir Hong Kong í fyrsta leik mótsins á sunnudag kl. 19:00 á íslenskum tíma. Leikirnir verða væntanlega í beinni útsendingu en við birtum slóðina á Facebook síðu hokkídeildar á fyrsta leikdegi en á mótssíðu alþjóða íshokkísambandsins má fylgjast með tölfræði og dagskrá mótsins.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

 

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Viltu æfa Íshokkí?

 
Byrjendaæfingar fyrir 2018 og yngri kl 17:00 þriðjudaga og fimmtudaga
Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu.
Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com
Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2015, 2016 og 2017 árganga í alla skóla bæjarins.

Handbók SA - fyrirmyndarfélag

Skautafélag Akureyrar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Viltu æfa Listskauta?

Langar þig að æfa?

Það kostar ekkert að koma prófa

Skráning og frekari upplýsingar:

Listskautar: Ingibjörg Magnúsdóttir: formadur@listhlaup.is

UPPLÝSINGAR FYRIR BYRJENDUR (4.HÓP)

 
 
    • Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 16:00-17:15. Æfingarnar hefjast á upphitun afís. Við tökum á móti nýjum iðkendum yfir allan veturinn. Fyrirfram skráning er ekki nauðsynleg, en gott er að láta þjálfara vita. Það er frítt að prufa í eina viku.

    • Æfingafatnaður: Mikilvætt er að æfingafatnaður sé lipur, þægilegur og falli þétt að líkamanum til þess að þjálfari geti séð líkamsstöðu og líkamsbeitingu iðkanda. Kuldagallar, snjóbuxur, gallabuxur, hettupeysur og stórar úlpur er ekki æskilegur æfingafatnaður. Gott er að nota undirbuxur (ullarbuxur, sokkabuxur) og t.d. leggings eða flísbuxur yfir. Það er ekki gott að nota ökklasokka eða ullarsokka, bara venjulega sokka. Ávallt skal nota vettlinga á ísæfingum og vera með hjálm á höfðinu. Gott er að hafa buff eða eyrnaband undir hjálminum. Mikilvægt er að þeir iðkendur sem eru með sítt hár hafi það greitt vel frá andlitinu, með hárið í teygju eða noti buff.

    • Búnaður: Hægt er að fá bæði skauta og hjálma lánaða í skautahöllinni fyrir æfingar

    • Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum SPORTABLER SHOP kerfið. SPORTABLER er íslenskt vef - og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir SPORTABLER til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma. Nánari upplýsingar um SPORTABLER kerfi má finna hér

    • facebook síða 4. hóps https://www.facebook.com/groups/230321910761187

    • Nánari upplýsingar: formadur@listhlaup.is

      • Æfingagjöld
             
          Allur veturinn haustönn/vorönn Iðkendagjald ÍSS  
      1.hópur   315.000 kr 170.000 kr 3.500 kr  
      2.hópur   230.000 kr 130.000 kr 3.500 kr  
      3.hópur   165.000 kr 90.000 kr 3.500 kr  
      4.hópur     60.000 kr 3.500 kr  

       

 

Þjálfarar Listskautadeildar
Yfirþjálfari:
Jana Omelinová
Aðrir þjálfarar (aðstoðarþjálfarar hjá 3. og 4. Hóp(byrjendahóp):
Telma Marý Arinbjarnardóttir
Varvara Voronina (dans og byrjendahópur) : thjalfari@listhlaup.is
Kristbjörg Eva Magnadóttir
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir

Viðburðalisti

Skoða alla viðburði

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautasvellið í Skautahöllinni á Akureyri er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.

 

BÓKANIRAFMÆLIHAFA SAMBAND