12.05.2025
Aðalfundur íshokkídeildar fór fram í gærkvöld í félagssalnum í Skautahöllinni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf með skýrslu stjórnar um starfsemi deildarinnar á liðnum vetri, skýrsla um rekstur og kosning nýrrar stjórnar.
Í skýrslu íshokkídeildarinnar um starfsemi tímabilsins kom meðal annars fram að fjöldi iðkenda 18 ára og yngri væru nú um 250 talsins en yfir 60 nýir iðkendur bættust við í vetur. Yngstu aldursflokkarnir eru fullsetnir svo ekki hefur verið unnt að auglýsa né halda og námskeið fyrir nýja iðkendur frá því í haust en Sarah Smiley var yfirþjálfari yngri flokka í vetur. Íþróttaárangurinn á tímabilinu var góður þar sem Íslandsmeistaratitlar unnust í meistaraflokki karla, í U18 og U16 en Sheldons Reasbecks var yfirþjálfari þessara flokka. Þetta var fyrsta heila tímabilið með nýju æfingar- og félagsaðstöðunni en hún hefur lyft faglegu starfi deildarinnar í nýjar hæðir og er algjör bylting fyrir starfsemi deildarinnar. Iðkendur, þjálfarar, stjórnar- og starfsfólk allir tók þátt í fræðslu í vetur ásamt fulltrúum annarra deilda félagsins um fordóma og samskipti og iðkendur útbjuggu samskiptasáttmála fyrir félagið. Starf foreldrafélag SA var öflugt að vanda og er áfram einn af hornsteinum hins öfluga barna- og unglingastarfs deildarinnar. Viðsnúningur varð á rekstri deildarinnar árið 2024 en rekstrarhagnaður var rúmar 5 milljónir þar sem stærstu breytingarnar voru að ársmiðasala, æfingagjöld og styrkir jukust á milli ára.