Alex Máni á samning hjá Örnsköldsvik

Alex Máni Sveinsson er komin á samning hjá Örnsköldsvik í sænsku 1. deildinni. Alex Máni gerði tveggja ára samning við liðið en hann spilaði með unglingaliðinu liðsins í vetur og frammistaðan heillaði þannig að liðið bauð honum tveggja ára samning sem búið er að skrifa undir. Eins og fram kemur á heimasíðu ÍHÍ þá er Alex Máni fyrsti íslendingurinn sem alin er upp innan íslensks félagsliðs sem kemst á samning í sænsku 1. deildinni. Við óskum Alex Mána til hamingju með samninginn og áframhaldandi velgengni í sænsku deildinni.

Sögulegu Vormóti lokið

Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni hjá okkur um síðustu helgi en mótið er eitt það stærsta sem haldið hefur verið í listskautum. Keppt var í ÍSS keppnislínu, félagalínu og Special Olympics/Adaptive Skating á listskautum en svo var einnig keppt í skautahlaupi opinberlega í fyrsta sinn í 42 ár á Íslandi. Mótið er síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts.

U18 landslið drengja byrjar á stórsigri

Íslenska drengja landsliðið í íshokkí byrjar heimsmeistaramótið í III deild af miklum krafti en liðið lagði Bosníu nú rétt í þessu 13-1. 8 leikmenn skoruðu mörk í leiknum en SA drengirnir Askur Reynisson (2), Bjarmi Kristjánsson (2), Bjarki Jóhannsson, Stefán Guðnason og Alex Ingason skoruðu allir mörk í leiknum. Mótið fer fram í Istanbúl í Tyrklandi og á Ísland eftir að mæta Tyrklandi, Nýja-Sjálandi, Mexíkó og Belgíu. Næsta verkefni liðsins er gegn heimaliðinu Tyrklandi en leikurinn er á morgun kl. 17:00 og má sjá hann í beinni útsendingu hér. Hér má finna dagskrá og tölfræði mótsins.

Vormótið hefst í dag

Vormót Skautasambands Íslands árið 2024 fer fram í Skautahöllinni hjá okkur um helgina, 1. – 3. mars. Að þessu sinni er auk Keppnislínu ÍSS einnig keppt í Keppnislínu félaganna og Special Olympics/Adaptive Skating. Samhliða Vormóti ÍSS 2024 fer fram opið mót í skautahlaupi. Mótið er opið öllum áhugasömum, ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur í aðildarfélagi ÍSS til þess að skrá sig til keppni.  Keppnin fer fram á laugardag kl. 20:00 en keppt verður í flokkum ungmenna og fullorðinna.

Freydís og Sædís með góðan árangur á Norðurlandamótinu

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Sædís Heba Guðmundsdóttir voru fulltrúar Skautafélags Akureyrar á Norðurlandamótinu á listskautum sem fór fram 1. - 4. febrúar í Borås, í Svíþjóð. Freydís Jóna náði 19. sæti í Junior flokki með heildarstig uppá 81.24 stig og Sædís Heba 15. sæti í Advanced Novice með 78.27 stig.

Þriðji leikur úrslitakeppninnar á morgun

LEIKUR #3 í Úrslitakeppninni í Hertz-deild kvenna er á morgun fimmtudag kl. 19:30. Liðin hafa unnið sitthvorn heimaleikinn og ljóst að stuðningur stúkunnar getur riðið baggamuninn í þessarri rimmu. Við mælum með að mæta snemma til að ná góðu sæti en það verða einnig seldir hamborgarar fyrir leik í félagssalnum á 2. hæð. Mætum í rauðu málum stúkuna rauða og styðja okkar lið til sigurs. Miðaverð 2.000 kr. frítt inn fyrir 13 ára og yngri. Forsala Miða: https://stubb.is/events/ykO8ky Burger fyrir leik og í leikhéi á 2. hæð. Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin og samlokugrillið funheitt.

Úrslitakeppnin í íshokkí hefst um helgina

Úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna er að hefjast en fyrsti leikur er á á sunnudag, 25. febrúar kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. SA mætir þar Fjölni en liðin voru efst í deildarkeppninni þar sem SA vann deildarmeistaratitilinn með 42 stig en Fjölnir var með 24 stig. Leikið verður sitt á hvað þar sem SA byrjar á heimavelli en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Miðaverð er 2000 kr. en frítt inn fyrir 13 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit. Sjoppan samlokur svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!

Öskudagsballið 2024

Öskudag diskóið sem haldið var á öskudag lukkaðist mjög vel og börnin fóru glöð heim. Dýrin í hálsaskógi kíktu í heimsókn, kötturinn var sleginn úr tunnunni og verðlaun voru veitt fyrir bestu búningana og allir gestir fengu eitthvað gott. Öskudagsballið er samtarf Skautahallarinnar og Listskautadeildar SA og Greifinn gaf verðlaun. Við þökkum gestum okkar á Öskudagsballinu kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi skemmt sér konunglega á þessum frábæra degi. 

Kosning milli þriggja nafna á félagssal

Stjórn Skautafélags Akureyrar auglýsti eftir tillögum um nafn á nýja félagssalinn í Skautahöllinni og bárust 11 mismunandi tillögur að nafni á salinn. Stjórnin hefur nú valið þau 3 nöfn sem þykja álitlegust og bjóða nú fólki að kjósa um nafnið á salnum. Nöfnin sem kosið verður um: Skjaldborg - stofnstaður Skautafélags Akureyrar Miðgarður - Vísan í norræna goðafræði Krókeyrararstofa - Vísan í staðsetningu félagssvæðisins

SA Íslandsmeistarar í U18

U18 lið SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöld þegar liðið lagði SR 11-1 í Laugardalnum. SA var að vinna sinn 7 leik í mótinu og ekki enþá tapað leik en SR og Fjölnir bæði búin að leika fleiri leiki og eiga ekki möguleika á að ná SA úr þessu. Frábær árangur hjá þessum samheldna hópi leikmanna sem spennandi verður að  fylgjast með á komandi árum.