Eltech og SA Íshokkídeild endurnýja styrktarsamning

Eltech og Íshokkídeildar SA hafa skrifað undir nýjan styrktarsamning. Eltech er því áfram einn af aðalbakhjörlum SA íshokkídeildar og mun styrkja deildina til áframhaldandi góðra verka.

SA Víkingar eiga möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á laugardag

SA Víkingar sigruðu Skautafélag Reykjavíkur öðru sinni í úrslitakeppninni í íshokkí syðra í gær. Leikurinn endaði með sömu markatölu og sá fyrsti, 3-2 SA í vil. SA Víkingar geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á laugardag með sigri. Leikurinn hefst kl. 16.30 og við hvetjum alla til að mæta í stúkuna í rauðu og hvetja okkar lið til sigurs! Miðaverð 1500 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Exton sjá um inngönguna og Lemon verður með samlokurnar sínar í stúkunni.

Hokkídagur á laugardag leikið í bæði Hertz-deild karla og kvenna

Á laugardag verður sankallaður hokkídagur í Skautahöllinni en þá fara tveir leikir fram, SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Hertz-deild karla kl. 16.30 og SA tekur svo á móti Reykjavík í Hertz-deild kvenna kl. 19.30. Aðgangseyrir er 1000 kr. á fyrri leikinn, frítt inn fyrir 16 ára og yngri og svo er frítt inn á seinni leikinn. Þettar eru jafnframt síðustu heimaleikir liðanna okkar fyrir úrslitakeppni. Bæði lið hafa nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og heimaleikjarétt. Úrslitakeppni karla hefst 12. mars og úrslitakeppni kvenna 16. apríl.

SA - SR 2.flk í kvöld

Í kvöld fer fram leikur í 2. flokki en þá tekur SA á móti SR. Leikurinn hefst kl. 19.30 og verður eflaust bráðfjörugur á að horfa. SA er með 25 stig í deildinni en SR 13.

Siggi Sig var heiðraður um helgina fyrir leikmannaferil sinn með Skautfélagi Akureyrar

Sigursælasti leikmaður Skautafélags Akureyrar frá upphafi hann Sigurður Sveinn Sigurðsson var heiðraður af félaginu nú um helgina. Vígsla á nýjum risaskjá í Skautahöllinni var notað sem tilefni fyrir heiðrunina og stal senunni í upphafi leiks SA Víkinga og SR í Hertz-deild karla. Þá var treyju númerið hans Sigga fryst af félaginu en það þýðir að enginn leikmaður getur borið treyju númerið 13 í meistaraflokki karla héðan í frá. Til marks um það var fáni með númerinu hans Sigga og nafninu hans hengur upp í Skautahöllinni og var afhjúpaður af börnunum hans Sigga en þau bera öll númerið hans Sigga í yngri flokkum SA. Það kom þó fram í ræðunni að þau ein fái undantekningu frá þessari frystingu.

Jólaball íshokkídeilar (myndir)

Jólaball hokkídeildar var haldið hátíðlegt á sunnudag en þar skemmtu iðkenndur sér saman ásamt þjálfurum og leikmönnum meistaraflokks. Bridget hans Jordans tók myndir af ballinu en þær má finna á heimasíðunni okkar hér.

SA Víkingar á toppnum um jólin

SA Víkingar sigruðu SR 3-0 um helgina og fara inn í jólafríið á toppi deildarinnar. SA Víkingar eru komnir með 19 stig í deildinni en SR fylgja fast á eftir með 17 stig en hafa leikið 3 leikjum meira en Víkingar.

Jóhann Már Íshokkímaður SA 2018

Jóhann Már Leifsson hefur verið valin íshokkíleikmaður ársins hjá Skautafélagi Akureyar árið 2018. Jóhann var einnig valin íshokkímaður ársins hjá Íshokkísambandi Íslands fyrir sama ár. Jóhann Már Leifsson var burðarrás í Íslandsmeistaraliði Víkinga á síðasta keppnistímabili og var ein helsta ástæðan fyrir velgengni Víkinga á síðari hluta tímabilsins í fyrra. Jóhann var einnig í landsliði Íslands á síðasta keppnistímabili.

Silvía Rán Íshokkíkona SA 2018

Silvía Rán Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins hjá Skautafélagi Akureyar árið 2018. Silvía Rán var einnig valin íshokkíkona ársins hjá Íshokkísambandi Íslands. Silvía var einn allra besti leikmaður deildarkeppninnar í fyrra með ungu liði Ynja og hefur haldið uppteknum hætti í vetur með sameiginlegu kvennaliði SA og er stigahæsti leikmaður deildarkeppninnar það sem af er vetri. Silvía spilar einnig með 2. flokki SA og hefur einnig staðið sig vel þar í vetur.

SA Víkingar Bikarmeistarar 2018

SA Víkingar tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn 2018 á sunnudag þegar þeir lögðu SR í síðasta leik lýsisbikarsins. SA Víkingar unnu SR en töpuðu fyrir Birninum síðastliðna helgi í Reykjavík en unnu báða heimaleikina sína núna um helgina nokkuð örugglega og tryggðu sér þar með sigurinn. SA leikmennirnir Thomas Dant-Stuart, Andri Mikaelsson og Jóhann Már Leifsson voru stigahæstu leikmenn lýsisbikarsins en Kristján Árnason gerði sér lítið fyrir og skoraði 3 mörk í síðasta leiknum og Bjartur Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki. Til hamingju SA Víkingar.