Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar 12. september kl. 20.00

Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar SA verður 12. september n.k. kl.20. Fundurinn verður haldinn í fundarherberginu í skautahöllinni. Efni: Venjulega aðalfundarstörf Hvetjum sem flesta til að mæta á fundinn þar sem verður farið yfir síðasta vetur og hvað er framundan í vetur. Einnig hvetjum við þá sem eru áhugasamir um að bjóða sig fram í stjórn foreldrafélagsins. Hlökkum til að sjá ykkur Stjórn foreldrafélags íshokkídeildar SA

Vormót 2018 á enda – niðurlag, myndir, úrslit og bestu leikmenn

Vormótið sem kláraðist nú í vikunni var það stærsta sem hokkídeildin hefur haldið og gekk frábærlega í alla staði. Alls tóku 182 keppendur þátt í 5 deildum og 17 liðum.

Allar upptökur af leikjum 4.fl. mótsins

Leikir laugardagsins og sunnudagsins voru sendir út bæði á SATV og YouTube og upptökur eru komnar á vimeo.

Nú þurfa allir að skrá sig í NÓRA

Nú er komið að því að skrá sig í NORA skráningarkerfið. Þetta á við ALLA iðkendur, nýja sem gamla.

Myndir úr 3. leik SA - SR eru komnar í myndasafnið.

SA Víkingar – Björninn 8-1

Víkingar báru sigurorð af Birninum í topslag deildarinnar í gærkvöld, lokatölur 8-1. Víkingar náðu fram hefndum frá óförunum í byrjun mánaðar þegar liðið tapaði 5-0 í Egilshöll og náðu með sigrinum 3 stiga forskoti á Björninn á toppi deildarinnar. Gæði leiksins voru ívið meiri en sést hafa í vetur og greinilegt að mikið var undir en bæði lið eru nú í mikilli baráttu um stigin sem vantar uppá að tryggja sæti í úrslitakeppninni.

Björninn vs Víkingar í Egilshöll KL: 18,10 laugardag

Víkingar leiða deildina með 5 stiga forystu. Mun leiknum verða streymt á IHI-TV ?

SA-Víkingar sigruðu Björninn 6 : 3

SA-Víkingar sigruðu Björninn um nýliðna helgi með 6 mörkum gegn 3. Víkingar telfdu fram tveimur nýjum leikmönnum en þó engum nýliðum í fjarveru Andra Más Mikaelsonar og Einars Valentin sem eru frá vegna meiðsla. Hinn mikli markaskorari Rúnar Freyr Rúnarsson reimaði aftur á sig skautanna og einnig Hilmar Leifsson sem er aftur kominn til starfa eftir framlengt sumarfrí.

Mannabreytingar í meistaraflokki en áfram sterkt lið

Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á liðskipan SA-Víkinga í meistaraflokki karla yfir sumartímann en liðið sem varð Íslandsmeistari hefur bæði misst og bætt við sig leikmönnum. Richard Tahtinen verður áfram þjálfari liðsins en hann gerði góða hluti með liðið á síðasta ári og getur vonandi byggt ofan á þann grunn á þessu tímabili.

Hökkt í Egilshöllinni í fyrsta leik tímabilsins.

Fyrsti leikur SA-Víkinga á Íslandsmótinu í Íshokkí fór fram í Egilshöllinni um helgina þar sem Bjarnarmenn sigruðu í framlengingu en lokatölur urðu 4-3. Svolítill haust bragur var á leikmönnum Víkinga en Bjarnarmenn virðast koma mjög sterkir undan sumri. Að mörgu leiti var þessi fyrsti leikur liðanna endurtekning á fyrsta leik síðasta tímabils sem Björninn vann líka með gullmarki í lok framlengingar.