Þriðja framlengingin í röð, sigur og silfur

Íslendingar lögðu Ísraela í lokaleik sínum í II. deild A á Heimsmeistaramótinu í íshokkí karla og tryggðu sér silfurverðlaun á mótinu. Fóru í framlenginu þrjá leiki í röð, unnu tvo þeirra í vítakeppni.

Sigur á Serbum eftir vítakeppni

Óhætt er að segja að Íslendingar þurfi að hafa fyrir stigunum sem þeir safna sér til þess síðan vonandi að fá silfurverðlaunin í II. deild A á Heimsmeistaramóti karla í íshokkí. Sigur í vítakeppni gegn heimamönnum í dag og úrslit annarra leikja hjálpa.

Sigur í framlengingu, Jóhann Már með tvö

Karlalandsliðið í íshokkí sigraði Ástrali í framlengingu í II. deild A á Heimsmeistaramótinu í gær. Jóhann Már Leifsson opnaði markareikning sinn hjá A-landsliðinu og skoraði tvisvar.

Sigur gegn Belgíu, Jón Gísla með tvö

Íslendingar sigruðu Belga á HM í dag, 6-3. Jón Benedikt Gíslason skoraði tvö mörk.

Tap gegn Eistlendingum, mæta Belgum í dag

Karlalandsliðið í íshokkí, með níu SA-leikmenn innanborðs, stendur nú í ströngu í II. deild A á Heimsmeistaramótinu. Liðið tapaði fyrir sterku liði Eistlendinga í gær og mætir Belgum í dag. Hægt að horfa í beinni á netinu.

Breytingar á tímatöflu hokkídeildar

Nú þegar Íslandsmótinu er lokið hjá meistaraflokkunum í hokkí og landsliðsverkefni yfirstaðin, í gangi eða framundan verða nokkrar breytingar á tímatöflu hokkídeildar.

Átta frá SA í karlalandsliðinu í íshokkí

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí tekur þátt í a-riðli 2. deildar Heimsmeistaramótsins í íshokkí sem fram fer í Serbíu í apríl. Átta leikmenn frá SA eru í hópnum.

Sex frá SA í U-18 hokkílandsliðinu

Íslenska landsliðið í íshokkí skipað leikmönnum 18 ára og yngri tekur þátt í 2. deild Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Tallinn í Eistlandi í apríl. Sex frá SA í hópnum.

Tap og bikar suður

Lið Húna, frá Skautafélaginu Birninum, tryggði sér í gæt Íslandsmeistaratitil B-liða í íshokkí karla með öruggum sigri á Jötnum Skautafélags Akureyrar.

Tvö töp og markaleysi, verðlaunasæti úr augsýn

Í kvöld leikur íslenska kvennalandsliðið lokaleik sinn í 2. deild B á HM kvenna í íshokkí sem fram fer í Reykjavík. Þurfa sigur til að halda fjórða sætinu.