SA-stúlkur sigruðu á NIAC-hokkímótinu

Um helgina fór fram NIAC-hokkímót kvenna í Skautahöllinni á Akureyri – Northern Iceland Adventure Cup. Lið skipað ungum hokkístúlkum úr SA bar sigur úr býtum. Tvö erlend lið og þrjú innlend tóku þátt.

NIAC hokkímótið, úrslit leikja

Nú er lokið sex leikjum af tíu á NIAC hokkímótinu sem fram fer í Skautahöllinni um helgina.

Northern Iceland Adventure Cup - NIAC

Helgina 16. og 17. maí verður haldið árlegt kvennamót í íshokkí, Norhern Iceland Adventure Cup, NIAC, í Skautahöllinni á Akureyri.

Tvö ný myndaalbúm: 3. og 4. flokkur í íshokkí, verðlaunaafhending

Lið SA í 4. flokki varð Íslandsmeistari í vetur og fékk sín verðlaun afhent fyrir nokkru. Lið 3. flokks vann til silfurverðlauna - sem mörgum finnst þó að hefðu átt að vera gullverðlaun eftir undarlega lokahelgi Íslandsmótsins í lok apríl.

Íshokkíæfingar fyrir byrjendur

Frá 4. til 18. maí verður boðið upp á byrjendaæfingar í íshokkí tvisvar í viku. Verðið er 3.000 krónur og allur búnaður innifalinn.

Aðalfundur Íshokkídeildar mánudaginn 5. maí

Boðað er til aðalfundar Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar mánudagskvöldið 5. maí kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.

Vormót Hokkídeildar - Deild I

Vormótið í íshokkí verður spilað í tveimur deildum á þriðjudögum og fimmtudögum í maí. Hér eru upplýsingar um Deild I.

Vormót Hokkídeildar - Deild II

Í apríl og maí verður spilað Vormót í íshokkí í tveimur deildum. Hér eru upplýsingar um Deild II.

Vormót hokkídeildar hefst strax eftir páska - skráningu lýkur á föstudaginn langa

Síðustu hefðbundu æfingar yngri flokka í íshokkí verða laugardaginn 19. apríl. Vormótið hefst núna tíu dögum fyrr en í fyrra þar sem ísinn verður aðeins í boði til 20. maí og bæði alþjóðlegt krullumót og hokkímót á dagskránni.

Íslandsmeistarar

Lið 4. flokks er Íslandsmeistari í íshokkí 2014. Verðlaunaafhending fór fram í beinni útsendingu á SA TV fyrr í kvöld - og hér er upptaka af afhendingunni. Ljósmyndir síðar.