Minningarmót um Magnús Finnsson

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (2011)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (2011)


Athugið: Breytt leikjadagskrá - upplýsingar komnar í nýrri frétt.

Helgina 25.-26. janúar fer fram árlegt minningarmót í íshokkí um Magnús E. Finnson, fyrrum formann SA. 

Sex lið taka þátt, SA, Team Helgi, SR, Björninn, Team Gulli og SHS, sem er slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. SHS-liðið er á leið á mót slökkviliðsmanna erlendis og nýta þetta mót væntanlega til undirbúnings fyrir ferðina. Þess má geta að tveir liðsmenn Jötna, Bergur Jónsson og Ólafur Tryggvi Ólafsson, fara með liðinu út.

Til að koma mótinu fyrir þarf að spila einn leik miðvikudagskvöldið 23. janúar, en þá mætast Akureyrarliðin, SA og Team Helgi og hefst leikurinn kl. 20.10. Leikið verður á föstudagskvöld eftir skautadiskó og síðdegis á laugardag, en úrslitaleikirnir fara fram á laugardagskvöldið.

Reglur og spilatími
Í riðlakeppninni verða spilaðar 2x20 mínútur og úrslitaleikirnir verða 2x15 mínútur. Spilað er eftir hefðbundnum reglum með eftirfarandi undantekningum.
1. Tæklingar eru ekki leyfðar en þetta er ekki snertingalaust.
2. Í stað tveggja mínútna refsingar er dæmt vítaskot.
3. Í slappskoti er bannað að lyfta kylfu upp fyrir hné.
4. Ef lið er komið fjórum mörkum yfir verður það lið að spila einum færri.