25.03.2025
Sú sérkennilega staða er komin upp að úrslitakeppninni í Toppdeild sem hefjast átti á laugardag er frestað til 5. Apríl. SA Víkingar áttu að taka þar á móti Skautafélagi Reykjavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar á Akureyri laugardaginn 29. mars. Það sem hefur gerst er að Fjölnir kærði leik Skautafélag Reykjavíkur gegn Skautafélagi Akureyrar sem fór fram 22. febrúar vegna notkunar á ólöglegum leikmanni en SR vann þann leik 3-0. Úrskurður íþróttadómstóls ÍSÍ var svo birtur um helgina þar sem kveðið er um að SR skuli sætta refsingu og tapar leiknum 10-0. Þetta þýðir að Fjölnir jafnar SR bæði að stigum og nær hagstaðara markahlutfalli í deildarkeppninni og nær því öðru sætinu af Skautafélagi Reykjavíkur. Stjórn íshokkísambands Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þessa úrskurðar ÍSÍ um að úrslitakeppninni sé frestað til 5. apríl svo hægt sé að ákvarða hvort liðið mætir Skautafélagi Akureyrar í úrslitakeppninni.