Fréttir

12.11.2024

Fyrsti leikur gegn Skautafélagi Hafnarfjarðar

Skautafélag Akureyrar mætir Skautafélagi Hafnarfjarðar í fyrsta sinn á íshokkívellinum næstkomandi fimmtudag þegar liðin mætast í Skautahöllinni á Akureyri í toppdeild karla. Skautafélag Hafnarfjarðar, sem var stofnað fyrir þetta tímabil, er með góða blöndu af ungum og efnilegum, reynsluboltum í sportinu og erlenda leikmenn. Liðið fór rólega af stað í deildarkeppninni en hefur farið vaxandi og náði liðið í sín fyrstu stig á Íslandsmótinu í síðustu viku þegar liðið tapaði í framlengdum leik gegn Fjölni. Leikurinn á fimmtudag er heimaleikur Skautafélags Hafnarfjarðar en þar sem að Hafnarfjörður er ekki komið með heimavöll sér SA um umgjörð utan vallar eins og um sinn heimaleik sé að ræða en Skautafélag Hafnarfjarðar verður heimalið á markatöflu og inni í umgjörð leiksins á vellinum. Við bjóðum Skautafélag Hafnarfjarðar velkomið til leiks og hvetjum fólk til þess að mæta í stúkuna á þennan sögulega viðburð og má búast við flottum hokkíleik. 
06.11.2024

Félagsgjöld Skautafélags Akureyrar komin í heimabanka

Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.900 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.
29.10.2024

Gerum betur

Í kvöld fór fram námskeið í félagsaðstöðunni í Skautahöllinni þar sem starfsfólk, þjálfarar, stjórnarfólk og helstu sjálfboðaliðar þvert á deildir fengu kennslu og þjálfun í samskipafærni og menningarlæsi hvar útgangspunkturinn er að aukinn skilningur auki umburðarlyndi og virðingu. Fyrirlesturinn eru fyrstu skrefin í átt að betra og bættara andrúmslofti í félaginu og hjálpa okkur að gera betur í síbreytilegu samfélagi.
24.10.2024

Dómaranámskeið á laugardag 26. október

Dómaranefnd íshokkísambandsins boðar til dómaranámskeiðs laugardaginn 26. október 2024. Námskeiðið verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 13:00. Dómaranefndin óskar eftir að fá alla sem munu dæma á yngri flokka mótum, bæði unga leikmenn og vel skautandi einstaklinga úr fullorðinsstarfi, óháð því hvort þeir séu keppendur í mótum sambandsins eða ekki á þetta námskeið. Félagsmenn í SA eru hvattir til þess að skrá sem flesta á þetta námskeið. Hægt er að skrá sig á námskeiðið í gegnum netið hér eða skanna QR-kóðann hér að neðan til að komast beint í skráningarformið.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

Engir leikir á skrá

Fylgdu okkur á Instagram @saishokki

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

SA fatnaður - smelltu á lesa meira til að skoða