Fréttir

10.02.2025

Meistaraflokkarnir búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppnunum

Það voru þrír heimaleikir SA í Toppdeildunum í Skautahöllinni um helgina en liðin okkar tóku 6 stig úr leikjunum þremur og tryggðu bæði lið sér sæti í úrslitakeppnunum. Meistaraflokkur karla vann Fjölni á laugardag og kvennalið SA vann Fjölni í vítakeppni á laugardag en Fjölnir hafði betur í vítakeppni á sunnudag.
05.02.2025

Risastór hokkíhelgi framundan hjá meistaraflokkunum

Það er risa hokkíhelgi framundan hjá meistaraflokkunum okkar en það verða þrír heimaleikir spilaðir í Skautahöllini um helgina. SA Víkingar mæta Fjölni á laugardag og meistaraflokkur kvenna spilar tvíhöfða við Fjölni laugardag og sunnudag. SA Víkingar eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni við Fjölni og SR en SA Víkingar eru í lykilstöðu með 3 stiga forskot á SR og 8 stiga forskot á Fjölni og eiga einnig leiki til góða. Kvennaliðið okkar er í góðri stöðu um sæti í úrslitakeppninni með 12 stiga forskot á SR en 3 sigum á eftir Fjölni svo leikirnir um helgina geta einnig skorið úr um hvaða lið nær heimaleikjarétt. Við búumst við frábærum hokkíleikjum um helgina og ætlum að fyllum stúkuna og styðja okkar lið til sigurs takk fyrir.
28.01.2025

Fjölmennasta MaggaFinns mótinu lokið

Um helgina fór fram MaggaFinns mótið í íshokkí í Skautahöllinni þar sem 9 lið heldri manna lið í blönduðum kynjum kepptu um MaggaFinns bikarinn eftirsótta. Mótið í ár markaði ákveðin tímamót því 20 ár eru síðan Magnús Einar Finnsson fyrrverandi formaður Skautafélags Akureyrar til margra ára lést en hann var meðal fyrstu manna sem tekin var inn í Heiðursstúku Íshokkísambands Íslands fyrir sín störf fyrir íshokkí á Íslandi.
27.01.2025

U20 landsliðið í 5. sæti á HM

Íslenska U20 landsliðið tapaði lokaleiknum sínum á HM naumlega með tveimur mörkum gegn þremur á móti Ísrael en ljóst var að sigur í leiknum gaf silfuverðlaun í mótinu. Ísrael fékk því silfrið en riðillinn var það jafn að Ísland datt niður í 5. sæti. Það má þó segja að frammistaða liðsins hafi verið góð og að gera jafn góða atlögu að verðlaunasæti og raunin varð er mjög ásættanlegur árangur. Við óskum liðinu til hamingju með gott mót og hlökkum til að fylgjast með þessu liði til framtíðar.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin Akureyri

    SA Víkingar - SR

    SA Víkingar
    16:45 lau 8. mar
    SR
    Toppdeild karla
  • Skautahöllin Akureyri

    SA - SR

    SA
    19:30 lau 8. mar
    SR
    Toppdeild kvenna

Fylgdu okkur á Instagram @saishokki

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

SA fatnaður - smelltu á lesa meira til að skoða