Fréttir

23.01.2025

Íþróttahátíð Akureyrar fyrir árið 2024 í kvöld

Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi í kvöld, fimmtudaginn 23. janúar kl. 17.30 þar sem kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar verður meðal annars lýst.  Verður þetta í 46. sinn sem Íþróttamaður Akureyrar er heiðraður og í níunda sinn þar sem bæði íþróttakona- og íþróttakarl Akureyrar eru valin og heiðruð. Skautafélag Akureyrar á tvo fulltrúa í kjörinu að þessu sinni íshokkífólkið Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson en bæði tvö eru á top 10 listanum fyrir valið í kvöld. 
22.01.2025

Mikilvægir leikir hjá ungmenna landsliðunum okkar í dag

Það er stór dagur hjá bæði U20 drengjalandsliðinu okkar sem statt er í Belgrad og líka U18 stúlknalandsliðinu okkar sem keppir í Istanbúl en bæði lið eiga mikilvæga leiki á Heimsmeistaramótum í dag. Það vill svo skemmtilega til að Skautafélag Akureyrar á 14 leikmenn í hvoru liði en auk þess eru fjölmargt fólk úr félaginu í fararstjórnum og þjálfarateymum liðanna. Strákarnir okkar í U20 eiga leika gegn Ástralíu í dag en Íslenska liðið er með einn sigur eftir tvo leiki í riðlinum eftir frækinn sigur á heimaliðinu Serbíu á mánudag á meðan Ástralía er stigalaust. Sigur í leiknum í dag þýðir að liðið er komið í toppbaráttuna í riðlinum. Beint streymi verður frá leiknum sem má finna hér.  U18 kvennaliðið er búið að vinna tvo fyrstu leikina í sínum riðli á sannfærandi hátt en eiga eftir að mæta tveimur af sterkari þjóðunum sem verða báðir úrslitaleiki um gullverðlaun á mótinu en sá fyrri er í dag gegn Mexíkó og hefst sá leikur kl. 16:00 en beint streymi frá leiknum má finna hér. Við sendum hlýja strauma til Belgrad og Istanbúl - Áfram Ísland!
20.01.2025

Stærsta barnamótið til þessa

Það var mikil gleði í Skautahöllinni um helgina þegar stóra Barnamótið í íshokkí yngri en 10 ára var haldið þar sem voru samankomnir 160 keppendur frá Skautafélagi Akureyrar, Fjölni og Skautafélagi Reykjavíkur. Aldrei hafa fleiri keppendur tekið þátt í barnamóti áður svo við vitum af að minnsta ekki frá Skautafélagi Akureyrar en félagið átti 93 keppendur 9 ára og yngri á mótinu. Mótið tókst gríðarlega vel en sjálfboðaliðar á vegum foreldrafélags SA sem eiga veg og vanda að skipulagningu mótsins eiga hrós skilið fyrir frábæra umgjörð og utanumhald. Við þökkum öllum keppendum fyrir komuna á mótið og hlökkum til að fylgjast með öllum þessum frábæru íshokkíkrökkum á næstu árum.
18.01.2025

Íslenska U20 drengja landslið Íslands í íshokkí hefur leik á HM á morgun

Íslenska U20 drengja landslið Íslands hefur leik á morgun á Heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer í Belgrad í Serbíu. SA á 14 fulltrúa í liðinu auk fulltrúa í fararstjórn en yfirþjálfari SA Sheldon Reasbeck er einnig aðalþjálfari U20 liðsins. Íslenska liðið mætir Spáni í fyrsta leik kl. 15 á íslenskum tíma en það er stórt próf í fyrsta leik fyrir íslenska liðið því Spánn er líklegast eitt af sterkari liðunum í riðlinum. Auk Spánar eru Serbía, Ástralía, Belgía og Ísrael mótherjar liðsins á mótinu. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin Akureyri

    SA - Fjölnir

    SA
    16:45 lau 8. feb
    Fjölnir
    Toppdeild kvenna
  • Skautahöllin Akureyri

    SA Víkingar - Fjölnir

    SA Víkingar
    19:30 lau 8. feb
    Fjölnir
    Toppdeild karla
  • Skautahöllin Akureyri

    SA - Fjölnir

    SA
    18:45 sun 9. feb
    Fjölnir
    Toppdeild kvenna

Fylgdu okkur á Instagram @saishokki

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

SA fatnaður - smelltu á lesa meira til að skoða