Fréttir

27.03.2025

Samskiptasáttmáli Skautafélags Akureyrar

Iðkendur SA í íshokkí og listskautum luku á mánudag við gerð samskiptasáttmála fyrir iðkendur og félagsmenn Skautafélags Akureyrar til framtíðar. Sáttmálinn er leiðarvísir til að viðhalda og bæta jákvæða menningu innan félagsins. Sáttmálinn er afurð vinnu sem félagið fór af stað með í haust þar sem markmiðið er að auka umburðarlyndi og almenna virðingu innan félagsins í forvarnarskyni.
25.03.2025

Úrslitakeppni karla frestað til 5. apríl

Sú sérkennilega staða er komin upp að úrslitakeppninni í Toppdeild sem hefjast átti á laugardag er frestað til 5. Apríl. SA Víkingar áttu að taka þar á móti Skautafélagi Reykjavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar á Akureyri laugardaginn 29. mars. Það sem hefur gerst er að Fjölnir kærði leik Skautafélag Reykjavíkur gegn Skautafélagi Akureyrar sem fór fram 22. febrúar vegna notkunar á ólöglegum leikmanni en SR vann þann leik 3-0. Úrskurður íþróttadómstóls ÍSÍ var svo birtur um helgina þar sem kveðið er um að SR skuli sætta refsingu og tapar leiknum 10-0. Þetta þýðir að Fjölnir jafnar SR bæði að stigum og nær hagstaðara markahlutfalli í deildarkeppninni og nær því öðru sætinu af Skautafélagi Reykjavíkur. Stjórn íshokkísambands Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þessa úrskurðar ÍSÍ um að úrslitakeppninni sé frestað til 5. apríl svo hægt sé að ákvarða hvort liðið mætir Skautafélagi Akureyrar í úrslitakeppninni.
17.03.2025

Fjórði leikur úrslitakeppninnar í Toppdeild kvenna á þriðjudagskvöld

Fjórði leikur úrslitakeppninnar í Toppdeild kvenna fer fram í Skautahöllinni á morgun þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 19:30. Fjölnir leiðir einvígið 2-1 en allir leikirnir hafa unnist á heimavöllum liðanna en SA freistar þess að knýja fram oddaleik sem fer þá fram í Egilshöll á fimmtudag. Við hvetjum allt SA fólk til að mæta í stúkuna og styðja vel við bakið á okkar liði.
16.03.2025

4 vikna Skautanámskeið fyrir alla aldurshópa hefst á miðvikudag

Við bjóðum uppá 4 vikna skautanámskeið sem hentar öllum sem vilja læra á skauta sér til heilsubótar eða auka þá færni sem er nú þegar til staðar. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er kennt á allar gerðir skauta - listskauta - hokkískauta og skautahlaups. Námskeiðið er kennt á miðvikudagskvöldum kl. 20:20-21:05 en fyrsti tíminn er 19. Mars og verð er 10.000 kr. fyrir námskeiðið.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

Engir leikir á skrá

Fylgdu okkur á Instagram @saishokki

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

SA fatnaður - smelltu á lesa meira til að skoða