Fréttir

12.12.2025

Sunna og Unnar íshokkífólk ársins á Íslandi

Sunna Björgvinsdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íshokkífólk ársins 2025 af Íshokkísambandi Íslands. Bæði tvö koma frá Skautafélagi Akureyrar, Unnar er leikmaður SA Víkinga en Sunna spilar með Södertalje SK í Svíþjóð.
08.12.2025

Jólasýningin á sunnudag

Jólasýning Listskautadeildar Skautafélags Akureyrar - Þegar Trölli stal jólunum fer fram sunnudaginn 14.des nk. kl: 17:30 í Skautahöllinni. Foreldrafélagið verður með veitingasölu í hléinu og pekkjakastið á sínum stað. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari. Miðasala á staðnum.
07.12.2025

Íshokkídeild SA semur við Richard Hartmann um þjálfun út tímabilið

Skautafélag Akureyrar hefur gengið frá ráðningu Slóvakíska íshokkíþjálfarans Richard Hartmann um að taka við þjálfun unglinga- og meistaraflokka SA út tímabilið. Ráðning Richard er frábært skref fyrir félagið en reynsla hans og sýn fellur vel að stefnu félagsins í áframhaldandi leikmannaþróun og uppbyggingu til framtíðar.
05.12.2025

Skautafélag Akureyrar fær styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins síðastliðinn mánudag og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 92. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1936 en þá hlaut Sjúkrahúsið á Akureyri fyrsta og eina styrk sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að fjárhæð tæplega 30 milljónir króna til fjölbreyttra samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og til ungs efnilegs afreksfólks á félagssvæði KEA. Umsóknir voru fjölmargar og hlutu rúmlega 70 einstaklingar, félög og verkefni styrk úr sjóðnum. 
Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin Akureyri

    SA - Fjölnir

    SA
    16:45 lau 3. jan
    Fjölnir
    Toppdeild kvenna
  • Skautahöllin Akureyri

    SA Víkingar - Fjölnir

    SA Víkingar
    21:30 fös 9. jan
    Fjölnir
    Toppdeild karla

Fylgdu okkur á Instagram @saishokki

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

SA fatnaður - smelltu á lesa meira til að skoða