Fréttir

03.05.2024

Skautarar frá SA keppa á Volvo Cup í Lettlandi um helgina

Um helgina eru skautarar frá okkur að taka þátt í Volvo cup í Riga. Fyrsti keppnisdagur er í dag en stelpurnar byrjuðu allar daginn á æfingu. Ronja Valgý hefur fyrst keppni klukkan 11:40 (8:40 á íslenskum tíma). Freydís Jóna stígur svo á ísinn kl 15:10 (12:10 á íslenskum tíma) með stutta prógrammið sitt. Þær stöllur eru báðar fyrstar í sínum upphitunarhópum Við óskum stelpunum góðs gengis
07.03.2024

Sögulegu Vormóti lokið

Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni hjá okkur um síðustu helgi en mótið er eitt það stærsta sem haldið hefur verið í listskautum. Keppt var í ÍSS keppnislínu, félagalínu og Special Olympics/Adaptive Skating á listskautum en svo var einnig keppt í skautahlaupi opinberlega í fyrsta sinn í 42 ár á Íslandi. Mótið er síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts.
01.03.2024

Vormótið hefst í dag

Vormót Skautasambands Íslands árið 2024 fer fram í Skautahöllinni hjá okkur um helgina, 1. – 3. mars. Að þessu sinni er auk Keppnislínu ÍSS einnig keppt í Keppnislínu félaganna og Special Olympics/Adaptive Skating. Samhliða Vormóti ÍSS 2024 fer fram opið mót í skautahlaupi. Mótið er opið öllum áhugasömum, ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur í aðildarfélagi ÍSS til þess að skrá sig til keppni.  Keppnin fer fram á laugardag kl. 20:00 en keppt verður í flokkum ungmenna og fullorðinna.
01.03.2024

Freydís og Sædís með góðan árangur á Norðurlandamótinu

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Sædís Heba Guðmundsdóttir voru fulltrúar Skautafélags Akureyrar á Norðurlandamótinu á listskautum sem fór fram 1. - 4. febrúar í Borås, í Svíþjóð. Freydís Jóna náði 19. sæti í Junior flokki með heildarstig uppá 81.24 stig og Sædís Heba 15. sæti í Advanced Novice með 78.27 stig.

Instagram

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira