Fréttir

14.02.2025

Frábær árangur Sædísar Hebu á Ólympíuleikum ungmenna í Georgíu

Sædís Heba Guðmundsdóttir lauk keppni á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær en hún endaði í 22. sæti af 33. keppendum. Sædís fékk 36.58 stig fyrir stutta prógrammið sitt og svo 66.33 í frjálsa prógramminu í gær og 102.91 stig í heildina. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (Eyof) eru einskonar Ólympíuleikar ungmenna í Evrópu en 45 þjóðir taka þátt í leikunum sem fer fram í Gergíu í fyrsta sinn. Listskautakeppnin var haldin í glænýrri höll í Batumi en þar var einnig keppt í skautahlaupi og íshokkí. Sædís og hópurinn hennar sem kepptu í Batumi ferðast í dag til Bakuriani þar sem lokahátíðin fer fram. Við óskum Sædísi og Jönu þjálfara hennar til hamingju með þennan frábæra árangur. 💐
06.02.2025

Ylfa Rún keppir á sínu fyrsta Norðurlandamóti

Norðurlandamótið á listskautum sem fer fram í Asker í Noregi hefst í dag en Skautasamband Íslands sendir 4 keppendur til keppni sem allar að keppa í Advanced Novice girls. Við eigum einn keppanda í þessum hópi hana Ylfu Rún Guðmundsdóttir sem er á leið á sitt fyrsta Norðurlandamót. Ásamt Ylfu Rún keppa þær Elín Katla og Arna Dís frá Fjölni og Katla Karítas frá Skautafélagi Reykjavíkur. Ylfa skautar stutta prógramið sitt í dag en Ylfa er fyrst á ísinn í öðrum upphitunarhóp sem hefst kl. 15:25 á íslenskum tíma og hægt er að horfa á streymi af keppninni hér. Ylfa skautar svo frjálsa prógramið á morgun föstudag en mótið klárast svo á laugardag. Við óskum Ylfu og öllum íslenska hópnum velgengni og hlökkum til að fylgjast með ykkur.
23.01.2025

Íþróttahátíð Akureyrar fyrir árið 2024 í kvöld

Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi í kvöld, fimmtudaginn 23. janúar kl. 17.30 þar sem kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar verður meðal annars lýst.  Verður þetta í 46. sinn sem Íþróttamaður Akureyrar er heiðraður og í níunda sinn þar sem bæði íþróttakona- og íþróttakarl Akureyrar eru valin og heiðruð. Skautafélag Akureyrar á tvo fulltrúa í kjörinu að þessu sinni íshokkífólkið Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson en bæði tvö eru á top 10 listanum fyrir valið í kvöld. 
16.01.2025

Dásamlegur desember í Skautahöllinni

Desember er með líflegri mánuðum í Skautahöllinni en aðsókn á almenningstímana var með besta móti í ár. Um 2000 gestir komu á almenningstímana í mánuðinum sem er að öllu jöfnu vel sóttur enda fastur liður í mörgum fjölskyldum að fara á skauta yfir hátíðirnar. Heildarfjöldi gesta á opna almenningstíma það sem af er tímabili er nú komin yfir 5000 gesti þegar skautatímabilið er hálfnað en það er með mesta móti frá því að Skautahöllin var opnum fyrir 25 árum. Fjöldinn allur af skólum og fyrirtækjum leigja allt svellið utan almenningstíma þar að auki og halda þar sín Litlu-jól.

Fylgdu okkur á Instagram @lsa_skautar

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira