Fréttir

20.12.2024

Sædís Heba Guðmundsdóttir skautakona ársins hjá listskautadeild

Sædís Heba Guðmundsdóttir var krýnd skautakona ársins 2024 hjá listskautadeild á sunnudag í lok glæsilegrar jólasýningar deildarinnar. Sædís Heba átti frábært ár en hún byrjaði árið á því að ná 15. sæti í Advanced Novice flokki á Norðurlandamótinu sem fram fór í Lettlandi í febrúar. Sædís skautaði í fyrsta sinn í Junior flokki þegar hún náði öðru sæti á Vormótinu sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í mars. Sædís tók þátt í tveimur Grand Prix mótum í haust fyrst í Lettlandi og svo í Póllandi þar sem hún bætti sitt eigið stigamet. Sædís lokaði svo frábæru keppnistímabili með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Junior flokkí á Íslandsmeistaramóti ÍSS sem fram fór í Egilshöll í lok nóvember en þar fékk Sædís 112.04 Stig. Við óskum Sædísi til hamingju með nafnbótina og frábæran árangur á árinu.
06.12.2024

80 ára afmælishátíð ÍBA í boganum á morgun

Íþróttabandalag Akureyrar fagnar 80 ára afmæli sínu 20. desember næstkomandi. Af því tilefni verður slegið upp í íþróttahátíð í Boganum á Akureyri laugardaginn 7.desember. Hátíðin verður sett með stuttu ávarpi formanns ÍBA klukkan 13:00 en hátíðin sjálf stendur til 17:00.
02.12.2024

Íslandsmeistaramót ÍSS um helgina.

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót ÍSS og Íslandsmót barna og unglinga í Egilshöll þar sem við áttum 5 keppendur. Sædís Heba Guðmundsóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Junior flokki.
06.11.2024

Félagsgjöld Skautafélags Akureyrar komin í heimabanka

Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.900 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.

Fylgdu okkur á Instagram @lsa_skautar

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira