Fréttir

06.11.2024

Félagsgjöld Skautafélags Akureyrar komin í heimabanka

Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.900 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.
29.10.2024

Gerum betur

Í kvöld fór fram námskeið í félagsaðstöðunni í Skautahöllinni þar sem starfsfólk, þjálfarar, stjórnarfólk og helstu sjálfboðaliðar þvert á deildir fengu kennslu og þjálfun í samskipafærni og menningarlæsi hvar útgangspunkturinn er að aukinn skilningur auki umburðarlyndi og virðingu. Fyrirlesturinn eru fyrstu skrefin í átt að betra og bættara andrúmslofti í félaginu og hjálpa okkur að gera betur í síbreytilegu samfélagi.
25.10.2024

4 keppendur Skautafélags Akureyrar á Northern Lights Trophy um helgina

Um helgina fer fram í Egilshöll alþjóðlega skautamótið Northern Light trophy sem haldið er af ÍSS. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta mót er haldið. Við í SA eigum 4 keppendur á þessu móti.
11.10.2024

Skautahlaupið á miðvikudagskvöldum

Skautahlaup 16.okt-20.nóv. Miðvikudaga 19.30-21.05 og útiæfingar. Veturinn er á leiðinni! Það er æði að hreyfa sig úti og svífa á ísnum á svellinu á hlaupaskautum eða finna fyrir hraðanum i skautahöllinni. Skautahlaup er frábær æfing fyrir rass-og lærvöðvana og jafnvægið.

Fylgdu okkur á Instagram @lsa_skautar

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira