Fréttir

16.01.2025

Dásamlegur desember í Skautahöllinni

Desember er með líflegri mánuðum í Skautahöllinni en aðsókn á almenningstímana var með besta móti í ár. Um 2000 gestir komu á almenningstímana í mánuðinum sem er að öllu jöfnu vel sóttur enda fastur liður í mörgum fjölskyldum að fara á skauta yfir hátíðirnar. Heildarfjöldi gesta á opna almenningstíma það sem af er tímabili er nú komin yfir 5000 gesti þegar skautatímabilið er hálfnað en það er með mesta móti frá því að Skautahöllin var opnum fyrir 25 árum. Fjöldinn allur af skólum og fyrirtækjum leigja allt svellið utan almenningstíma þar að auki og halda þar sín Litlu-jól.
20.12.2024

Sædís Heba Guðmundsdóttir skautakona ársins hjá listskautadeild

Sædís Heba Guðmundsdóttir var krýnd skautakona ársins 2024 hjá listskautadeild á sunnudag í lok glæsilegrar jólasýningar deildarinnar. Sædís Heba átti frábært ár en hún byrjaði árið á því að ná 15. sæti í Advanced Novice flokki á Norðurlandamótinu sem fram fór í Lettlandi í febrúar. Sædís skautaði í fyrsta sinn í Junior flokki þegar hún náði öðru sæti á Vormótinu sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í mars. Sædís tók þátt í tveimur Grand Prix mótum í haust fyrst í Lettlandi og svo í Póllandi þar sem hún bætti sitt eigið stigamet. Sædís lokaði svo frábæru keppnistímabili með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Junior flokkí á Íslandsmeistaramóti ÍSS sem fram fór í Egilshöll í lok nóvember en þar fékk Sædís 112.04 Stig. Við óskum Sædísi til hamingju með nafnbótina og frábæran árangur á árinu.
06.12.2024

80 ára afmælishátíð ÍBA í boganum á morgun

Íþróttabandalag Akureyrar fagnar 80 ára afmæli sínu 20. desember næstkomandi. Af því tilefni verður slegið upp í íþróttahátíð í Boganum á Akureyri laugardaginn 7.desember. Hátíðin verður sett með stuttu ávarpi formanns ÍBA klukkan 13:00 en hátíðin sjálf stendur til 17:00.
02.12.2024

Íslandsmeistaramót ÍSS um helgina.

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót ÍSS og Íslandsmót barna og unglinga í Egilshöll þar sem við áttum 5 keppendur. Sædís Heba Guðmundsóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Junior flokki.

Fylgdu okkur á Instagram @lsa_skautar

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira