02.12.2024
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót ÍSS og Íslandsmót barna og unglinga í Egilshöll þar sem við áttum 5 keppendur. Sædís Heba Guðmundsóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Junior flokki.
06.11.2024
Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.900 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.
29.10.2024
Í kvöld fór fram námskeið í félagsaðstöðunni í Skautahöllinni þar sem starfsfólk, þjálfarar, stjórnarfólk og helstu sjálfboðaliðar þvert á deildir fengu kennslu og þjálfun í samskipafærni og menningarlæsi hvar útgangspunkturinn er að aukinn skilningur auki umburðarlyndi og virðingu. Fyrirlesturinn eru fyrstu skrefin í átt að betra og bættara andrúmslofti í félaginu og hjálpa okkur að gera betur í síbreytilegu samfélagi.
25.10.2024
Um helgina fer fram í Egilshöll alþjóðlega skautamótið Northern Light trophy sem haldið er af ÍSS. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta mót er haldið. Við í SA eigum 4 keppendur á þessu móti.
11.10.2024
Skautahlaup 16.okt-20.nóv. Miðvikudaga 19.30-21.05 og útiæfingar.
Veturinn er á leiðinni! Það er æði að hreyfa sig úti og svífa á ísnum á svellinu á hlaupaskautum eða finna fyrir hraðanum i skautahöllinni. Skautahlaup er frábær æfing fyrir rass-og lærvöðvana og jafnvægið.
02.10.2024
Þá er haustmóti ÍSS sem haldið var af Skautafélagi Reykjavíkur um helgina lokið. Við áttum 5 keppendur í ÍSS hluta mótsins og svo áttum við 7 keppendur í félagalínu hluta mótsins.
30.09.2024
Sædís Heba Guðmundsdóttir stóð sig vel á Junior Grand Prix í Gdansk í Póllandi sem kláraðist fyrir helgi. Sædís fékk 106.45 stig í heildina sem er hennar besti árangur. Sædís bætti sitt eigið met í bæti stutta og frjálsa prógraminu en hún fékk 37.46 stig fyrir stutta og 68.99 stig í frjálsa.
Við óskum Sædísi til hamingju með þennan frábæra árangur.
31.08.2024
Sædís Heba Guðmundsdóttir stóð sig vel á Junior Grand Prix í Riga í Lettlandi sem kláraðist í dag. Sædís fékk 86.08 stig og var í 31. sæti í heildarstigakeppninni sem er flottur árangur á hennar fyrsta Junior Grand Prix móti. Næsta verkefni hjá þessari efnilegu skautakonu er Junior Grand Prix í Gdansk í Póllandi sem fer fram í lok september.
26.08.2024
Æfingar eru nú að hefjast aftur samkvæmt tímatöflu og starfsemi deilda félagsins er komin á fullt. Byrjendaæfingar í listhlaupi hefjast 26. ágúst og eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00-17:15 en aðrar æfingar eru samkvæmt tímatöflu. Byrjendaæfingar í íshokkí hefjast á þriðjudag og verða alla þriðjudaga og fimmtudag kl. 17:00-17:45 og aðrar æfingar samkvæmt tímatöflu. Krulluæfingar hefjast í September og verða auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar.
18.08.2024
Föstudaginn 16. ágúst var langþráður dagur runninn upp hjá iðkendum listskautadeildinni, eftir
nokkurra ára hlé var komið að áheitaskautun/maraþonskautun. Ákveðið var að stunda æfingar
jafnt á ís og af ís frá því klukkan átta að morgni og til klukkan átján að kvöldi.
Æfingarnar gengu vel og voru þjálfarar virkjaðir með í að halda æfingunum gangandi líkt og alla
aðra daga, en auk þess héldu elstu skautararnir okkar utan um leikjaæfingar afís á milli tarna
hjá þjálfurunum okkar.
Dagskránni lauk svo með pizzuveislu og skemmtilegri samveru iðkenda og foreldra sem stóð
fram eftir kvöldi. Að lokum gistu iðkendur svo í höllinni undir vökulum augum vaskra foreldra.
Áheitasöfnunin gekk vonum framar og hafa þegar safnast 373.500 krónur. Það munar svo
sannarlega um minna í rekstrinum á litlu deildinni okkar.
Við í stjórn LSA þökkum öllum sem komu að því að gera daginn eins eftirminnilegan og hann
reyndist. Iðkendum, foreldrum/forráðamönnum styrktaraðilum og þeim sem gáfu veitingar til að
halda orku á tanki skautaranna.