Marta María og Ísold Fönn Íslandsmeistarar í listhlaupi 2018

Um síðastliðna helgi kláraðist Íslandsmótið í Listhlaupi þar sem Skautafélag Akureyrar vann tvo Íslandsmeistaratitla af þremur en Marta María Jóhannsdóttir vann í Junior annað árið í röð eftir æsispennandi keppni við Aldís Köru Bergsdóttur. Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í Advanced Novice með miklum yfirburðum.

Aðalfundur listhlaupadeildar mánudaginn 12. maí

Boðað er til aðalfundar Lishlaupadeildar Skautafélags Akureyrar mánudagskvöldið 12. maí kl. 19.30 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Aðalfundur foreldrafélags deildarinnar verður kl. 19.00.

Vorsýning listhlaupadeildar á miðvikudag

Miðvikudaginn 23. apríl verður hin árlega Vorsýning listhlaupadeildar. Disneyþema verður að þessu sinni.

Fern verðlaun til SA á Frostmótinu

Frostmót listhlaupadeildar SA fór fram um helgina. Alls voru 86 keppendur skráðir til leiks, þar af 18 frá SA, mun fleiri en í fyrra þegar aðeins einn keppandi var héðan.

Frostmót listhlaupadeildar SA um helgina

Á laugardag og sunnudag heldur listhlaupadeild SA Frostmótið fyrir keppendur í C-flokkum. Dagskrá Frostmótsins liggur fyrir, sem og keppnisröð í öllum flokkum.

Frostmótinu frestað til 5. og 6. apríl

Vegna verðurútlits og færðar hefur mótsstjóri Listhlaupadeildar frestað Frostmótinu sem vera átti núna um helgina. Mótið verður haldið helgina 5. og 6. apríl.

Átta gullverðlaun á Vetrarmóti ÍSS!

Listhlaupsstelpur úr SA komu, sáu og sigruðu á Vetrarmóti Skautasambandsins sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Skautafélag Akureyrar átti keppendur í níu flokkum og unnu stelpurnar til gullverðlauna í átta þeirra.

Ísold Fönn önnur í sínum flokki á Sportland Trophy

Hin kornunga Ísolf Fönn Vilhjálmsdóttir varð í öðru sæti í sínum flokki á listhlaupsmóti í Ungverjalandi um helgina. Níu stúlkur frá SA tóku þátt í mótinu.

Níu frá SA á Sportland Trophy í Búdapest

Níu stúlkur frá listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar eru nú í Búdapest þar sem þær taka þátt í Sportland Trophy listhlaupsmótinu sem fram fer dagana 4.-9. mars.

Emilía Rós í 14. sæti á NM

SA-stelpurnar þrjár hafa lokið keppni á Norðurlandamótinu í listhlaupi. Emilía Rós Ómarsdóttir endaði í 14. sæti í Advanced Novice, Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir í 19. sæti og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir í 19. sæti í unglingaflokki.