Mótaskráin komin út

Mótaskráin fyrir komandi vetur - 2013-2014 - er tilbúin, en ekki alveg allar dagsetningar staðfestar.

Skautaskóli

Skautahöllin er að lifna við aftur eftir sumarfrí og Listhlaupadeildin byrjar með Skautaskólann mánudaginn 22. júlí. Við vekjum athygli á því að í auglýsingu í dagskránni var gefið vitlaust netfang, fyrirspurnir má senda í netfangið thjalfari@listhlaup.is. Ítarlegri upplýsingar:

3ja herbergja íbúð óskast á leigu

Listhlaupadeild SA óskar eftir að taka á leigu 3ja herbergja íbúð frá 11. júlí til 13. ágúst fyrir þjálfara deildarinnar. Áhugasamir hafi samband í netfangið formadur@listhlaup.is.

Listhlaupadeild: Sumarbúðir á skautum

Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar stendur fyrir sumaræfingabúðum í Skautahöllinni á Akureyri í júlí og ágúst.

Síðustu voræfingarnar í listhlaupinu

Nú er komið sumarfrí hjá 3. og 4. hópi í listhlaupinu. Síðustu æfingar hjá 1. og 2. hópi: Miðvikudagur 29. maí kl. 17-18, föstudagur 31. maí kl. 15.30-16.30.

Heimsreisa á skautum - vorsýning Listhlaupadeildar

Vorsýning Listhlaupadeildar verður í Skautahöllinni á Akureyri sunnudaginn 26. maí kl. 16.00.

Nýr formaður Listhlaupadeildar SA

Halldóra Ósk Arnórsdóttir var í gær kjörin formaður Listhlaupadeildar SA á aðalfundi deildarinnar. Rekstur deildarinnar var í jafnvægi 2012, en afskrifaðar kröfur hafa áhrif á niðurstöðuna til hins verra þegar á heildina er litið.

Aðalfundur Listhlaupadeildar í kvöld kl. 20.30

Listhlaupadeild heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 20.30 í fundarsal Skautahallarinnar.

Hrafnhildur Ósk Akureyrarmeistari þriðja árið í röð

Akureyrarmótið í listhlaupi fór fram um liðna helgi. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir varði titil sinn sem Akureyrarmeistari.

Akureyrarmót í Listhlaupi

Sunnudaginn 12. maí verður haldið Akureyrarmót í listhlaupi. Mótið hefst kl. 14.30. Dagskrá og keppnisröð liggur fyrir.