Flýtileiðir

Fréttir

24.02.2025

Sunna og Södertälje í úrslitaeinvígið

Sunna Björgvinsdóttir og lið hennar Södertälje tryggði sér sigur í Sænsku Allsvenskudeildinni norður um helgina með tveimur sigrum á Malmö Redhawks. Södertälje er þá komið í úrslitaeinvígi um sæti í sterkustu íshokkí kvennadeild Evrópu, SDHL, en þar mætir liðið HV71. Sunna átti stórleik í fyrri leiknum gegn Malmö og bar lið sitt á herðum sér þar sem hún skoraði 3 mörk og lagði upp það fjórða í 4-3 sigri og átti einnig góða leik í gær þar sem hún lagði upp fyrsta mark leiksins í 3-0 sigri. Sunna hefur verið einn albesti leikmaður Allsvenskudeildarinnar í vetur og mun mæða mikið á henni í úrslitaeinvíginu gegn HV71 sem endaði í næst neðsta sæti SDHL deildarinnar. Katrín Rós Björnsdóttir og lið hennar í Örebro datt út í undanúrslitum í hinum helmingi Allsvenskudeildarinnar en þar komst Färjerstad í úrslitaeinvígið og mætir Leksand. Fyrstu leikirnir í Playoff till SDHL eins og úrslitaeinvígið er kallað í Svíþjóð er á fimmtudag en þá mætast liðin á heimavelli Södertälje en vinna þarf 2 leiki til að sigra einvígið. Það er hægt að horfa á leikina í gegnum svenskhockey.tv gegn vægu gjaldi.
14.02.2025

Frábær árangur Sædísar Hebu á Ólympíuleikum ungmenna í Georgíu

Sædís Heba Guðmundsdóttir lauk keppni á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær en hún endaði í 22. sæti af 33. keppendum. Sædís fékk 36.58 stig fyrir stutta prógrammið sitt og svo 66.33 í frjálsa prógramminu í gær og 102.91 stig í heildina. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (Eyof) eru einskonar Ólympíuleikar ungmenna í Evrópu en 45 þjóðir taka þátt í leikunum sem fer fram í Gergíu í fyrsta sinn. Listskautakeppnin var haldin í glænýrri höll í Batumi en þar var einnig keppt í skautahlaupi og íshokkí. Sædís og hópurinn hennar sem kepptu í Batumi ferðast í dag til Bakuriani þar sem lokahátíðin fer fram. Við óskum Sædísi og Jönu þjálfara hennar til hamingju með þennan frábæra árangur. 💐
10.02.2025

Meistaraflokkarnir búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppnunum

Það voru þrír heimaleikir SA í Toppdeildunum í Skautahöllinni um helgina en liðin okkar tóku 6 stig úr leikjunum þremur og tryggðu bæði lið sér sæti í úrslitakeppnunum. Meistaraflokkur karla vann Fjölni á laugardag og kvennalið SA vann Fjölni í vítakeppni á laugardag en Fjölnir hafði betur í vítakeppni á sunnudag.
06.02.2025

Ylfa Rún keppir á sínu fyrsta Norðurlandamóti

Norðurlandamótið á listskautum sem fer fram í Asker í Noregi hefst í dag en Skautasamband Íslands sendir 4 keppendur til keppni sem allar að keppa í Advanced Novice girls. Við eigum einn keppanda í þessum hópi hana Ylfu Rún Guðmundsdóttir sem er á leið á sitt fyrsta Norðurlandamót. Ásamt Ylfu Rún keppa þær Elín Katla og Arna Dís frá Fjölni og Katla Karítas frá Skautafélagi Reykjavíkur. Ylfa skautar stutta prógramið sitt í dag en Ylfa er fyrst á ísinn í öðrum upphitunarhóp sem hefst kl. 15:25 á íslenskum tíma og hægt er að horfa á streymi af keppninni hér. Ylfa skautar svo frjálsa prógramið á morgun föstudag en mótið klárast svo á laugardag. Við óskum Ylfu og öllum íslenska hópnum velgengni og hlökkum til að fylgjast með ykkur.

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI