Flýtileiðir

Fréttir

20.12.2024

Sunna Björgvinsdóttir íshokkíkona ársins

Sunna Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins 2024 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Eins og fram kemur á heimasíðu ÍHÍ þá hefur Sunna leikið síðustu ár í Svíþjóð en er alin upp hjá Skautafélagi Akureyrar. Sunna er á sínu þriðja tímabili með Södertalje þar sem hún hefur leikið með framúrskarandi árangri. Sunna gerði nýlega samning við Leksand í SDHL deildinni þar sem hún mun spila á lánssamning frá Södertalje og verður þá annar íslenski íshokkíleikmaðurinn sem kemst í að spila í þessari sterkustu íshokkídeild Evrópu.
20.12.2024

Sædís Heba Guðmundsdóttir skautakona ársins hjá listskautadeild

Sædís Heba Guðmundsdóttir var krýnd skautakona ársins 2024 hjá listskautadeild á sunnudag í lok glæsilegrar jólasýningar deildarinnar. Sædís Heba átti frábært ár en hún byrjaði árið á því að ná 15. sæti í Advanced Novice flokki á Norðurlandamótinu sem fram fór í Lettlandi í febrúar. Sædís skautaði í fyrsta sinn í Junior flokki þegar hún náði öðru sæti á Vormótinu sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í mars. Sædís tók þátt í tveimur Grand Prix mótum í haust fyrst í Lettlandi og svo í Póllandi þar sem hún bætti sitt eigið stigamet. Sædís lokaði svo frábæru keppnistímabili með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Junior flokkí á Íslandsmeistaramóti ÍSS sem fram fór í Egilshöll í lok nóvember en þar fékk Sædís 112.04 Stig. Við óskum Sædísi til hamingju með nafnbótina og frábæran árangur á árinu.
13.12.2024

SA Víkingar í toppsætið með sigri á Fjölni

Í gær tók karlaliðið okkar á móti Fjölni hér í Skautahöllinni og báru sigur úr býtum, 3 - 2. Leikurinn var frá upphafi jafn og spennandi og hart var barist frammi fyrir fjölda áhorfenda. Loturnar fóru 1 - 0, 2 - 1 og 0 - 0, og SA átti 30 skot á mark á móti 21 skoti frá Fjölni. Fyrsta mark leiksins skoraði Unnar Rúnarsson í power play eftir sendingar frá Óla Badda og Atla Sveins. Fjölnir jafnaði fljótlega í 2. lotu en Atli Sveinsson kom SA yfir eftir "coast to coast" sem byrjaði á sendingu frá markverðinum Róberti Steingrímssyni, sem átti gríðarlega góðan leik í gær. Þriðja markið skoraði svo Marek Vybostok eftir sendingar frá Matthíasi Stefánssyni og Una Blöndal.
06.12.2024

80 ára afmælishátíð ÍBA í boganum á morgun

Íþróttabandalag Akureyrar fagnar 80 ára afmæli sínu 20. desember næstkomandi. Af því tilefni verður slegið upp í íþróttahátíð í Boganum á Akureyri laugardaginn 7.desember. Hátíðin verður sett með stuttu ávarpi formanns ÍBA klukkan 13:00 en hátíðin sjálf stendur til 17:00.

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI