16.05.2013
Halldóra Ósk Arnórsdóttir var í gær kjörin formaður Listhlaupadeildar SA á aðalfundi deildarinnar. Rekstur deildarinnar var í jafnvægi 2012, en afskrifaðar kröfur hafa áhrif á niðurstöðuna til hins verra þegar á heildina er litið.
15.05.2013
Listhlaupadeild heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 20.30 í fundarsal Skautahallarinnar.
14.05.2013
Akureyrarmótið í listhlaupi fór fram um liðna helgi. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir varði titil sinn sem Akureyrarmeistari.
11.05.2013
Sunnudaginn 12. maí verður haldið Akureyrarmót í listhlaupi. Mótið hefst kl. 14.30. Dagskrá og keppnisröð liggur fyrir.
10.05.2013
Eins og við sögðum frá fyrr í vikunni kepptu 14 stúlkur frá SA á Volvo Cup í Riga um síðastliðna helgi. Nú eru myndbönd af öllum keppendum komin á youtube.
06.05.2013
Um liðna helgi kepptu 14 stúlkur úr Listhlaupadeild SA á Volvo Cup sem haldið var af Kristal Ice klúbbnum í Riga í Lettlandi. Emilía Rós Ómarsdóttir vann til silfurverðlauna í Basic Novice flokki og Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir til bronsverðlauna í Advanced Novice flokki.
29.04.2013
Óskað er eftir að kaupa listhlaupskjól á 8 ára stelpu, stærð 122-128. Upplýsingar gefur Bára í síma 695 1255.
05.04.2013
Laugardaginn 6. apríl verður haldið Vinamót LSA fyrir C keppendur. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá mótsins og keppendalista.
31.03.2013
Listhlaupsstelpurnar okkar halda áfram að gera það gott erlendis. Þær luku vel heppnaðri viku í æfingabúðum Alþjóða skautasambandsins í Póllandi með frábærum árangri á World Developement Trophy.
24.03.2013
Listhlaupsstelpurnar úr SA hafa staðið sig vel á Mladost Trophy sem fram fer í Zagreb. Keppni lauk í dag og nú tekur við ferðalag til Póllands og æfingabúðir þar.