Íslandsmót listhlaup 3 - 4 desember

ÚTIKERTI

Halló nú nálgast jólin og við getum fengið útikerti í sölu til fjáröflunar ( þetta er einstaklings fjáröflun ) eins og síðustu ár.. Þeir sem vilja / geta selt kerti endilega sendið á mig mail / SMS og látið vita hvað þið viljið mikið. Í kassanum eru 14 pk. og það þarf að borga þau þegar þau eru sótt til mín. Það er ekki til mikið af kertum svo að ég mun panta bara það sem að ég fæ pöntun á, fyrstur kemur fyrstur fær. Pantið fyrir 18. október. Allý allyha@simnet.is / 895-5804

Skiptimarkaður fyrir skauta, kjóla og annan búnað

Þriðjudaginn 17. ágúst verður skiptimarkaður fyrir skauta, kjóla, samfestinga og aðrar skautavörur í skautahöllinni uppi á svölum. Þeir sem áhuga hafa geta komið með söluvarning milli 10 og 16. Ath. hver og einn ber ábyrgð á sínum vörum og verður að selja sitt. Munið að merkja vel vörurnar með verði, nafni og símanúmeri.

Ný prógröm / dansar

Unnið er að nýjum prógrömmum / keppnisdönsum að öllu jöfnu í æfingabúðum í ágúst og fyrstu 2 vikum septembermánaðar. Það er í höndum iðkendanna sjálfra og foreldra þeirra að hafa samband við þjálfara (í gegnum tölvupóst) og fá upplýsingar varðandi næsta keppnistímabil; s.s. hvort að iðkandi þyrfi nýjan dans, finna tónlist og fá hana samþykkta hjá þjálfara og svo láta klippa tónlistina í viðeigandi lengd. Flestir iðkendur nota sama dansinn og sömu tónlistina í 1-2 ár og jafnvel lengur, þetta er alltaf matsatriði. Iðendur í 8 ára og yngri C og 10 ára og yngri C fá tónlistina sína hjá þjálfara enda að taka sín fyrstu skref í íþróttinni sem keppendur en ef einhverjar sérstakar óskir eru þá má hafa samband við þjálfarann. Mikilvægt er að iðkendur fái ný prógröm sem fyrst svo að uppbyggingartími fyrir fyrsta mótið sé sem lengstur. Ný prógröm eru a.m.k. 6-8 vikur að verða keppnishæf eftir að dans er tilbúinn!!

Æfingabúðir LSA 2010

Undir "Sumaræfingabúðir 2010" má finna hópaskiptingar, tímatöflu og matseðil. Fylgist vel með þessari upplýsingasíðu!

Drög að tímatöflu æfingabúða LSA í ágúst 2010

Drög að tímatöflu sumaræfingabúða LSA 2010 má nálgast í valmyndinni hér á síðunni til vinstri. Tímataflan er birt með fyrirvara um smávægilegar breytingar. Hópaskiptingar eru settar upp til viðmiðunar miðað við hópa- og flokkaskiptingar sl. vetrar. Einhverjir iðkendur verða þó færðir milli hópa til að jafna út hlutfall skautara í hverjum hóp. Mikilvægt er að allir sem áhuga hafa skrái sig sem allra fyrst svo hægt sé að reikna út nákvæmt verð (max. 40.000 kr.).

Litla Hokkíbúðin með útsölu á listskautum

Sumaræfingar LSA fyrir iðkendur í C1, C2, B1, B2, A1 og A2 - 7. júní til 23. júlí

Vinsamlega skráið ykkur á helgamargretclarke@gmail.com fyrir 21. maí. Námskeiðið er innifalið í æfingagjöldunum og kostar því ekkert.

Áhersla námskeiðsins: styrkur - snerpa - liðleiki. Seinni hluta námskeiðsins verður farið dýpra í afís stökk og stökktækni. Mikilvægur undirbúningur fyrir sumaræfingarbúðir í Tékklandi í júlí og hér á Akureyri í ágúst.

Hópur 1: iðkendur fæddir 1996 og fyrr
Hópur 2: iðkendur fæddir 1997 og seinna

Tímatafla námskeiðsins verður sett upp 2 vikur fram í tímann. Af og til verða hóparnir saman en að öllu jöfnu verða æfingar fyrir hvern hóp fyrir sig svo allir fái sem mest út úr æfingunum.

Æfingar fram að vorsýningu

Æfingar fyrir alla C hópa verða á sínum stað á laugardagsmorgun. A og B hópar geta komið á ísinn á sunnudagsmorgun milli 9 og 11 og farið yfir atriðin sín í síðasta sinn fyrir sýninguna. Allir iðkendur skulu svo mæta ekki seinna en kl. 17:00 á sunnudaginn, sýningin byrjar 17:30. Ratleikur fyrir alla iðkendur verður strax að lokinni sýningu og foreldrafélagið býður iðkendum upp á eitthvað að borða.

Æfingar samkvæmt tímatöflu sumardaginn fyrsta

Æfingin milli 15 og 16 verður á sínum stað í dag :)