Æfingabúðir LSA 2010

Undir "Sumaræfingabúðir 2010" má finna hópaskiptingar, tímatöflu og matseðil. Fylgist vel með þessari upplýsingasíðu!

Drög að tímatöflu æfingabúða LSA í ágúst 2010

Drög að tímatöflu sumaræfingabúða LSA 2010 má nálgast í valmyndinni hér á síðunni til vinstri. Tímataflan er birt með fyrirvara um smávægilegar breytingar. Hópaskiptingar eru settar upp til viðmiðunar miðað við hópa- og flokkaskiptingar sl. vetrar. Einhverjir iðkendur verða þó færðir milli hópa til að jafna út hlutfall skautara í hverjum hóp. Mikilvægt er að allir sem áhuga hafa skrái sig sem allra fyrst svo hægt sé að reikna út nákvæmt verð (max. 40.000 kr.).

Litla Hokkíbúðin með útsölu á listskautum

Sumaræfingar LSA fyrir iðkendur í C1, C2, B1, B2, A1 og A2 - 7. júní til 23. júlí

Vinsamlega skráið ykkur á helgamargretclarke@gmail.com fyrir 21. maí. Námskeiðið er innifalið í æfingagjöldunum og kostar því ekkert.

Áhersla námskeiðsins: styrkur - snerpa - liðleiki. Seinni hluta námskeiðsins verður farið dýpra í afís stökk og stökktækni. Mikilvægur undirbúningur fyrir sumaræfingarbúðir í Tékklandi í júlí og hér á Akureyri í ágúst.

Hópur 1: iðkendur fæddir 1996 og fyrr
Hópur 2: iðkendur fæddir 1997 og seinna

Tímatafla námskeiðsins verður sett upp 2 vikur fram í tímann. Af og til verða hóparnir saman en að öllu jöfnu verða æfingar fyrir hvern hóp fyrir sig svo allir fái sem mest út úr æfingunum.

Æfingar fram að vorsýningu

Æfingar fyrir alla C hópa verða á sínum stað á laugardagsmorgun. A og B hópar geta komið á ísinn á sunnudagsmorgun milli 9 og 11 og farið yfir atriðin sín í síðasta sinn fyrir sýninguna. Allir iðkendur skulu svo mæta ekki seinna en kl. 17:00 á sunnudaginn, sýningin byrjar 17:30. Ratleikur fyrir alla iðkendur verður strax að lokinni sýningu og foreldrafélagið býður iðkendum upp á eitthvað að borða.

Æfingar samkvæmt tímatöflu sumardaginn fyrsta

Æfingin milli 15 og 16 verður á sínum stað í dag :)

Afíspróf hjá Söruh Smiley - síðasti séns!

Á morgun miðvikudaginn 21. apríl verða afíspróf hjá Söruh Smiley fyrir þá sem eiga þau eftir.

A2 og B2 (þeir sem áttu prófin eftir) og A1 milli 16:20 og 17:20.

B1 milli 17:20 og 18:20. 

 

Morgunístími og Laugargata

Það verða engar æfingar á morgun þriðjudaginn 20. apríl.

Æfingar falla niður á laugardag og sunnudag

Æfingar á laugardag og sunnudagsmorgun falla niður hjá öllum flokkum vegna hokkímóts. Æfingar á sunnudagskvöldið verða notaðar í grunnpróf ÍSS sem fram fer frá kl. 13-20. Sjá aðra frétt.

Vorsýning LSA 2010 sunnudaginn 25. apríl kl. 17:30

Upplýsingar varðandi Vorsýningu LSA 2010.

Búningaupplýsingar neðst í frétt.