Morgunæfing í fyrramálið

Minnum á morgunæfingu í fyrramálið kl. 06:30 :)

Listi yfir þá sem eiga eftir afís próf hjá Söruh!

Hér er listi yfir þá sem eiga eftir að taka afís prófið hjá Söruh. Mjög mikilvægt að mæta í dag og klára það!

Póstlisti LSA

Til að skrá sig á póstlista LSA skal senda tölvupóst með nafni foreldris, barns og æfingahóps á skautar@gmail.com. Við erum að fá þó nokkrar villumeldingar sem og að okkur vantar tölvupóstföng nokkurra aðila.

Keppnisröð á Reykjavík International

Búið er að draga í keppnisröð fyrir Reykjavík International mótið um helgina. Þar er einnig að finna tímatöflu. Sjá HÉR.

Laugargata í dag

Minnum á tímann í Laugargötu í dag kl. 17-18 :)

Þriðjudagsmorgunæfing

Á morgun þriðjudaginn 12. janúar verður morgunæfing fyrir þá sem fara á Rig um næstu helgi. Þeir sem ekki fara á Rig eru líka velkomnir. Æfingin hefst stundvíslega kl. 06:30 og lýkur 07:20 eins og fyrir áramót, mæting kl. 06:15 :)

Reykjavík International

Á síðu Skautafélags Reykjavíkur er að finna drög að tímatöflu og keppendalista fyrir Rig sem haldið verður helgina 15. -17. janúar nk. SR hefur boðið keppendur LSA æfingatíma á föstudagsmorgninum kl. 10-11, endilega reynið að nýta ykkur þann tíma, renna yfir prógram með tónlist og/eða element úr prógrömmum. Helga Margrét þjálfari verður komin suður og verður viðstödd æfinguna.

Jólahátíð LSA 2009

Upplýsingar varðandi Jólahátíð LSA 2009 :)

Upplýsingar vegna búninga iðkenda yngri flokka

Þá fer að styttast í árlegu jólahátíðina okkar :)

Að þessu sinni samanstendur hátíðin af 2 sýningum, sýningu yngri iðkenda, Hnotubrjótnum og sýningu eldri iðkenda,Töfraheim jólanna. Hátíðin verður haldin sunnudaginn 20. desember kl. 17:30. Iðkendur hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum að undirbúningi sýninganna allt frá þeim yngstu upp í þá elstu. Búningaupplýsingar undir lesa meira.

 

Æfingar fram að jólasýningu

Hér er að finna plan yfir breyttar æfingar fram að jólasýningu