Frí á morgun

Á morgun verður hvorki morgunæfing né afístími í Laugargötu. Áherslan verður þessa vikuna á jólasýninguna, minni á að æfingaplan fyrir jólafríið er komið.

Morgunístíminn í fyrramálið fellur því miður niður!

Búið að er leigja svellið á morgun og af þeim orsökum verðum við að fella niður ístímann okkar í fyrramálið!

Æfingar á morgun miðvikudaginn 9. desember

Nú förum við að undirbúa jólasýninguna okkar í eldri hópunum. Það verður ekki tvöfaldur ís hjá A2 á morgun, mæta bara milli 17:30 og 18:15. S hópur verður einn á ísnum milli 18:15 og 19:00 og B1 mætir með A1 milli 19:10 og 19:55 í stað A2.

Afístíminn í Laugargötu

Á morgun þriðjudaginn 8. desember verður ekki afístími í Laugargötu!

Æfingar mánudaginn 7. desember

Þeir sem kepptu um helgina mega taka sér frí þennan dag, bæði ís og afís. Það verður enginn afís hjá Söruh. Hjá C og D hópum verða venjulegar æfingar skv. tímatöflu. S hópur fær aukaæfingu milli kl. 17:20 og 18:10, mikilvægt að mæta! Iðkendur úr A og B hópum sem ekki kepptu eiga æfingu milli 18:20 og 19:05, þeir sem voru að keppa mega líka mæta ef þeir hafa áhuga :)

Opinn tími fyrir keppendur helgarinnar!

Opinn tími á ísnum verður fyrir þá sem keppa um helgina milli kl. 11.30 og 13.00.

Engin morgunæfing á morgun fimmtudaginn 3. desember

Minni á að það er engin morgunæfing í fyrramálið, hvet samt alla til að koma á opinn tíma milli 13 og 15 bæði í dag, miðvikudag og á morgun fimmtudag. Kv. Helga Margrét

Dagarnir 4. - 6. desember

Vegna íslandsmeista- og aðventumóts um næstu helgi verða bæði margir skautarar og þjálfarar fjarverandi. Af þeim orsökum verða breyttar æfingar.

Æfingar á morgun miðvikudaginn 2. desember

Vegna undirbúnings fyrir Íslandsmeistara- og Aðventumót ÍSS um næstu helgi verða æfingar á morgun örlítið breyttar.

Dagskrá Íslandsmeistaramóts og Aðventumóts 2009

Inni á síðu Skautasambands Íslands er að finna dagskrá og keppendalista fyrir Íslandsmeistaramótið og Aðventumótið sem haldið verður helgina 5. og 6. desember 2009 í Laugardalnum.