Æfingar dagana 3.-9. mars

Helga Margrét þjálfari verður fjarverandi dagana 3. - 9. mars. Undir lesa meira má finna æfingaplan yfir þá daga sem hún verður fjarverandi.

A og B keppendur fá frí á æfingu á sunnudagskvöldið

Engar æfingar verða annað kvöld eða sunnudagskvöldið 28. febrúar þar sem keppendur og þjálfarar munu taka sér frí eftir langa en góða "keppnishelgi". Á mánudaginn verður Sarah fjarverandi svo afís fellur niður en ísæfingar verða á sínum stað :) 

Keppnisröð á Íslandsmóti barna- og unglinga

HÉR má sjá keppnisröð allra flokka á Íslandsmóti barna- og unglinga, smellið á "starting order". Munið að mæta í síðasta lagi klukktíma fyrir uppgefinn keppnistíma, það getur komið fyrir að mótinu verði flýtt af einhverjum orsökum og því best að gefa sér nægan tíma. Upphitun afís skulu iðkendur hefja ca. 30 mínútum fyrir upphitun á ís.

Senior flokkur kvenna keppir á Vetrarólympíuleikunum í nótt, þar á meðal er Ivana okkar!

Við viljum minna á að 23. og 25. febrúar n.k. er komið að konunum í Vancouver á Vetrarólympíuleikunum að keppa og þar er á meðal keppenda Ivana Reitmayerova frá Slóvakíu en hún hefur æft hér á Akureyri þegar móðir hennar og þjálfari hefur komið að þjálfa í æfingabúðum LSA. Hún mun keppa með stutta prógrammið sitt eða skyldudansinn kl. 01:00 að íslenskum tíma (24. febrúar). Hún skautar nr. 2. Hægt er að horfa á mótið á Eurosport fyrir þá sem stöðina hafa en svo er hægt að sjá keppnina hér á netinu: http://www.myp2p.eu/competition.php?competitionid=∂=sports&discipline=olympicwintergames og http://www.eurovisionsports.tv/olympics/. Shizuka Arakawa frá Japan náði gullinu fyrir fjórum árum í Torino og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í nótt :)

Engar æfingar á morgun þriðjudaginn 23. febrúar

Það verður hvorki morgunæfing né Laugargata á morgun!

Keppendalisti LSA á Vinamóti C keppenda

Hér er að finna lista yfir þá sem eru á keppendalista LSA á Vinamóti C keppenda 2010.

Æfingar á sunnudaginn nk.

Nú er aðeins rúm vika í barna- og unglingamótið þar sem A og B keppendur munu keppa við iðkendur frá SR og Birninum, þetta er jafnframt síðasta ÍSS-mót tímabilsins. Allir keppendur skulu mæta í kjólum, pilsum eða samfestingum á allar æfingar fram að móti. Frá og með mánudeginum er ekki leyfilegt að vera með vettlinga. Undir lesa meira má sjá hvernig sunnudagsæfingarnar verða.

Öskudagsæfing

Iðkendur og þjálfarar LSA gerðu sér glaðan dag í dag og mættu í búningum á æfingu. Nokkrar myndir eru komnar inn á myndasíðuna og eru fleiri væntanlegar innan skamms.

Engin Laugargata í dag

Það verður enginn tími í Laugargötu í dag því miður!

Vetrarólympíuleikarnir 2010

Hér er hægt að fylgjast með vetrarólympíuleikunum: http://www.eurovisionsports.tv/olympics/