Páskaæfingabúðir A og B - hópaskiptingar og tímatafla

Páskaæfngabúðir LSA hefjast á morgun mánudaginn 29. mars. Iðkendur skulu mæta a.m.k. 20 mín. fyrir fyrsta ístímann sinn, munið að koma með afísæfingaföt, íþróttaskó og létt nesti til að borða á undan ístíma nr. 2.

Páskafrí iðkenda LSA

Páskafrí LSA verður dagana 29. mars til 6. apríl. Æfingar hefjast aftur samkvæmt tímatöflu miðvikudaginn 7. apríl. Við minnum A og B iðkendur á páskaæfingabúðir LSA en nánari upplýsingar um þær er að finna á heimsíðunni. Iðkendum í C1, 2, 3 og 4 verður boðið á æfingar í páskafríinu en þá tíma er einnig hægt að nálgast í tímatöflu páskaæfingabúða.

Páskaæfingabúðir LSA

Í páskafríinu ætlar LSA að halda litlar æfingabúðir fyrir A og B iðkendur sína og einnig hefur iðkendum Bjarnarins og SR verið boðið að taka þátt. Æfingabúðirnar munu hefjast mánudaginn 29. mars og lýkur 2. apríl. C iðkendum verður einnig boðið á æfingar í páskafríinu. Helga Margrét og Audrey Freyja Clarke munu sjá um æfingarnar bæði á ís og afís hjá A og B iðkendum. Aðaláherslan verður á Grunnpróf ÍSS. Tímatöflu má sjá undir lesa meira. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt er bent á að senda skráningu á helgamargretclarke@gmail.com, þessar æfingabúðir eru innifaldar í æfingagjöldum iðkenda LSA en mikilvægt er að fá skráninguna svo hægt sé að hópaskipta. Vinsamlega sendið inn skráningu fyrir fimmtudaginn 25. mars.

HM í listhlaupi 2010 - Torino

Þessa vikuna fer fram 100. heimsmeistaramót í listhlaupi á vegum alþjóðaskautasambandsins (ISU). Frá og með deginum í dag og fram á næsta sunnudag munu 208 íþróttamenn frá 53 löndum keppa á ísnum í Palavela. Á meðal þeirra eru fjölmargir verðlaunahafar Ólympíuleikanna í Vancouver.

Morgunístími og Laugargata

Morgunístímar á þriðjudagsmorgnum verða settir til hliðar þar til eftir páskaleyfi, Laugargata verður þó á sínum stað.

Æfingar um næstu helgi hjá A, B og C hópum breyttar

Æfingar helgarinnar verða á breyttum tímum vegna hokkímóts. Kíkið á lesa meira.

Morgunæfing fellur niður en Laugargata á sínum stað!

Á morgun verður ekki morguntími á ís en tíminn í Laugargötu verður á sínum stað.

Æfingar á föstudaginn breyttar vegna undirbúnings fyrir Vinamótið

Sjá...

Upplýsingar vegna Vinamóts C keppenda (sent í tölvupósti)

Frí frá morgunæfingum næstu 2 þriðjudaga :)

Iðkendur fá frí frá morgunæfingum næstu 2 þriðjudaga og einnig Laugargötu!