Öskudagsæfingar

Næsta miðvikudag eða á öskudaginn verða ísæfingar skv. tímatöflu en engar afísæfingar. Allir iðkendur eru hvattir til að mæta í búningum sem hægt er að skauta í :)

Breyttar æfingar sunnudaginn 14. febrúar

Við ætlum að byrja æfingar á sunnudagsmorguninn seinna þar sem hokkíið mun ekki nota tímann sinn þann morguninn :) Munið eftir að mæta í nammipökkun um helgina!

Breytingar á æfingatíma föstudaginn 12. febrúar

Á morgun föstudaginn 12. febrúar er búið að leigja út ístíma LSA milli 18:00 og 19:20. Því verðum við að þjappa saman í hópana svo allir komist á ísinn þann dag. Kl. 16:10-17:05 fara C1, B2 og A2 á ísinn og kl. 17:05-18:00 fara A1 og B1 á ísinn.

Upplýsingar vegna VH2010

Skautað á tjörninni - tilraun nr. 2!

Við ætlum að stefna að því að gera aðra tilraun til að skauta á tjörninni í kvöld í stað þess að hafa æfingu í Laugargötunni. Búið að er að kanna ísinn sem er traustur, vinsamlegast fylgist með heimasíðunni seinna í dag...eins og síðast þá gæti veðrið breyst en líkurnar eru meiri núna þar sem það á að haldast fyrir neðan frostmark í dag og kvöld. Endilega klæðið ykkur vel og munið að við þjálfarar berum ábyrgð á iðkendum meðan á æfingatíma stendur eða milli kl. 17 og 18, utan þess tíma eru iðkendur yngri en 18 ára á ábyrgð foreldra.

Breyttar æfingar vegna VHÍ 2010

Æfingatímar á miðvikudaginn og föstudaginn breytast lítillega vegna æfinga fyrir opnunaratriði á VHí 2010. ATH. BT tímar þessa daga falla niður því miður.

Fyrsta æfing fyrir opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar 2010

Eins og kom fram í fréttabréfi LSA núna í byrjun annar þá hefur LSA verið boðið að vera með opnunaratriði á Vetraríþróttahátíð 2010. Við munum setja upp 6-8 mínútna sýningu með öllum keppendum okkar í A, B og C flokkum. Hátíðin verður sett í Skautahöllinni 6. febrúar nk. Fyrsta æfingin verður nk. sunnudag 24. janúar milli 11 og 13 en þá viljum við fá A1, A2, B1, S og B2 á ísinn.

Evrópumeistaramótið 2010 í listhlaupi á skautum

Í kvöld hófst Evrópumeistaramótið í listhlaupi á skautum í Tallinn. Á mótinu má sjá bestu skautara Evrópu t.a.m. systkinin Peter og Ivönu sem hafa skautað hjá okkur um árabil undir leiðsögn mömmu sinnar hennar Ivetu "okkar" :)  Hér er heimasíða mótsins en þar er að finna dagskrá, keppendalista og ýmislegt annað fróðlegt. Hægt er að fylgjast með mótinu í gegnum netið fyrir þá sem ekki geta horft á það í sjónvarpinu, hér er einn tengill. (Munið að Tallinn er 2 klst. á undan okkur)

ATH!

Ef veður leyfir þá ætlum við að færa æfinguna í dag úr Laugargötu yfir á tjörnina við skautahöllina, þar er rennisléttur og traustur ís :) Fylgist vel með heimasíðunni í dag milli 14 og 15. Það hlýnaði skyndilega síðustu 2 tímana og gerði það að verkum að tjörnin er nú einn pollur. Við frestum því skautuninni í dag en skoðum ástandið seinna í vikunni. Það er því frí í dag á æfingu (ath. ekki æfing í laugargötu).

Listi frá Söruh

Eftirtaldir skautarar hafa ekki mætt á afís hjá Söruh til að taka miðsvetrarpróf!!