Sarah fjarverandi en æfingar falla EKKI niður

Sarah verður fjarverandi þar til 2. nóvember. Í stað þess að fella niður tímana mun Helga Margrét þjálfari útbúa afísplan sem iðkendur æfa í staðinn. Planið verður hengt upp á korktöflu í 3. klefa :)

S - hópur aukaafís

Sarah ætlar að bjóða S hóps stelpum upp á auka afís á morgun miðvikudaginn 21. október kl. 17:20-18:10, þið verðið í lyftingarherberginu.

Fundur um Basic test / grunnpróf ÍSS

Kynningarfundur um Grunnpróf ÍSS verður föstudaginn 6. nóvember í húsi ÍSÍ að Engjavegi 6 (Reykjavík), í sal C og hefst hann kl. 20:00. (Þetta er sömu helgi og Bikamót hjá A og B keppendum er og því ættu einhverjir að geta sótt þennan fund).

 

Afís hjá Söruh fellur niður í dag!

Sarah er fjarverandi í dag og því fellur afísinn því miður niður hjá A og B hópum.

Fræðslukvöld ÍSÍ

Smellið á myndina til að sjá auglýsingu vegna fræðslukvölds ÍSÍ nk. fimmtudag. Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig.

Þriðjudagsmorgunæfing

Á morgun mætir A1 og B1 á morgunæfingu kl. 06:30-07:20, mæting kl. 06:15.

Hefðbundinn frídagur keppenda

Keppendur á Kristalsmóti fá hefðbundinn frídag eftir keppni í dag.

Sýningarhópurinn kemur fram í fyrsta sinn

Á laugardagskvöldið 17. október nk. kl. 17:30 verður fyrsti heimaleikurinn í hokkí milli SA og SR. Sýningarhópurinn okkar mun koma fram formlega í fyrsta sinn í fyrra hléi og sýna fyrsta dans tímabilsins. Hvetjum alla til að koma og horfa á stelpurnar okkar og auðvitað leikinn líka :)

Dagskrá og keppnisröð á Kristalsmóti

Hér má finna dagskrá og keppnisröð á Kristalsmótinu sem haldið verður í Egilshöll um helgina.

Breyttar og niðurfelldar æfingar vegna Kristalsmóts

Vegna Kristalsmóts í Reykjavík er því miður óhjákvæmilegt að breyta og fella niður nokkrar æfingar um helgina vegna fjarveru þjálfara. Undir lesa meira má finna tímatöflu næstu helgar.