Þriðjudagsmorgunæfing

Á morgun milli 06:30 og 07:20 er opið fyrir alla A og B iðkendur að koma á æfingu. Þeir sem fara í basic test um næstu helgi eru sérstaklega hvattir til að mæta. Farið verður yfir basic test æfingarnar fyrir 12 A og Novice.

Góðar fréttir

Peter Reitmayer sonur Ivetu gestaþjálfara sem var hér hjá okkur í ágúst var hæstur í prófi í Slóvakíu og hefur þar með fengið tækifæri til þess að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikana nk, hann er aðeins 16 ára gamall. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann og hlökkum til að fylgjast með honum þegar þar að kemur :) Hægt er að sjá brot úr dansinum hans á þessari slóð http://www.youtube.com/watch?v=r0QMfvbtqS4 

Við ræddum við hann í dag...sjá meira hér.

Upplýsingar um nýja dómarakerfi ISU

Á heimasíðu Skautasambands Íslands er að finna upplýsingar um nýja dómarakerfið sem er það kerfi sem notað er við dæmingar á öllum mótum á Íslandi. Áhugasamir endilega kynnið ykkur þetta kerfi HÉR.

Æfingatími fyrir basic test

Á morgun fimmtudaginn 3. september er opinn ístími milli 15:10 og 16:00 fyrir þá sem æfa fyrir basic test. Ég vil sérstaklega hvetja þá sem skráðir eru í basic test núna í september til að mæta og æfa sig.

Þarftu að láta klippa lag fyrir prógrammið þitt?

Þú getur haft samband við Sindra hjá N4 í síma 412-4400, hann tekur 1000 kr. fyrir lagið. 

Fyrsta þriðjudagsmorgunæfing

Næsta þriðjudagsmorgun skulu þeir iðkendur mæta sem skráðir eru í grunnpróf ÍSS núna í september. Þetta er Hildur Emelía, Sara Júlía, Hrafnkatla, Guðrún B., Hrafnhildur Ósk, og Hrafnhildur Lára. Æfingin hefst á slaginu 06:30 og er mæting kl. 06:15. Ekki gleyma að fá ykkur léttan morgunmat :)

Vel heppnað þjálfaranámskeið hjá ÍSS

Nú um helgina sóttu 10 þjálfarar frá LSA þjálfaranámskeið hjá Skautasambandi Íslands. Þetta námskeið var haldið í Reykjavík þar sem fjallað var um prógrammagerð, með tilliti til dómgæslu og nýja dómarakerfið. Maria McLean sá um kennslu og voru bæði ístímar og fyrirlestrar. T.a.m. var farið í gegnum ýmsar grunnæfingar á ís með notkun tónlistar, skipt í hópa og búnar til sporasamsetningar og að lokum fengu þjálfarar það verkefni að hanna lítið prógram. Námskeiðið var að sögn þjálfaranna mjög fróðlegt, skemmtilegt og vel skipulagt. Þjálfararnir okkar koma heim í kvöld og á morgun og hlakka til að nýta sér það sem þeir lærðu um helgina í starfi vetrarins.

Tímatafla og hópaskiptingar - haustönn 2009

Nýju tímatöfluna er nú að finna hér í valmyndinni til vinstri sem og hópaskiptingu haustannar 2009. Einhverjar breytingar gætu orðið á fyrstu vikunum og biðjum við fólk að virða það og fylgjast vel með. Hóparnir hafa nú fengið ný nöfn og er hægt að nálgast allar upplýsingar um það undir "hópaskiptingar". Æfingar byrja samkvæmt tímatöflu á mánudaginn nk. 31. ágúst hjá öllum flokkum A, B og C. Skráningardagur fyrir alla hópa verður þó ekki fyrr en miðvikudaginn 16. september eða þegar byrjendaflokkar, D1 og D2, byrja æfingar. Afís hjá Söruh og Gyðu hefst strax á mánudaginn nk. en afístímar hjá Hóffu í Laugargötu hefjast ekki fyrr en mánudaginn 14. september.

Sumaræfingabúðir - 3 vikur á enda og 1 eftir

Hér er smá samantekt á viku 1, 2 og 3 í æfingabúðunum.

Drög að tímatöflu viku 4 í æfingabúðum LSA

Hér undir lesa meira má finna drög að tímatöflu fyrir viku 4 í æfingabúðum LSA. Athugið að planið gæti breyst og kemur þá tilkynning um það sérstaklega.