UPPFÆRT! Breyttar æfingar föstudaginn-sunnudaginn næsta

Búið að breyta æfingum helgarinnar aftur!  - Af óviðráðanlegum orsökum verður að breyta æfingum um helgina lítillega. Við vonumst til að þetta komi sér ekki illa fyrir neinn.

Fræðslukvöld hjá ÍSÍ á Akureyri

ÍSÍ mun bjóða upp á fræðslukvöld á Akureyri fyrir þjálfara, iðkendur, stjórnendur, foreldra og hverja þá sem áhuga hafa nokkra fimmtudaga í vetur. Undir lesa meira eru frekari uplýsingar og leiðbeiningar um skráningu. ATH. að skráning þarf að berast þriðjudaginn fyrir námskeiðið.

Grunnpróf ÍSS - Basic test

Hér neðst í valmyndinni til vinstri má finna upplýsingar varðandi grunnpróf ÍSS sem fram fara nú í vor fyrir iðkendur í keppnisflokkum 12 ára og yngri A og B, 10 ára og yngri A og B og 8 ára og yngri A og B. Vinsamlegast kynnið ykkur það sem þar stendur og einnig inn á heimasíðu Skautasambands Íslands.

Breytingar á æfingatímum á sunnudagsmorgnum

Æfingatímar á sunnudagsmorgnum hafa breyst lítillega. Búið er að sameina 6. og 7. hóp og lengja æfingatíma hvers hóps, einnig er búið að lengja opna tímann. Opni tíminn er nú orðinn heil klukkustund og er aðallega ætlaður til æfinga fyrir basic test í vor en allir eru að sjálfsögðu velkomnir á þennan tíma til að æfa sig :) Undir "Ís- og afístímatafla 2008-2009" má sjá breytingarnar.

Einkatímar í listfengi fyrir prógröm/dansa

Sigrún Lind Sigurðardóttir ein af okkar toppskauturum í gegnum árin mun nú bjóða iðkendum LSA upp á einkatíma í túlkun og listfengi í prógrömmum/dönsum. Sigrún Lind hefur alla tíð sem skautari fengið lof frá dómurum og öðrum þjálfurum fyrir fágaðan skautastíl og túlkun. Hún hefur áhuga á að bjóða upp á einkakennslu fyrir þá iðkendur sem áhuga hafa og keppa fyrir félagið í keppnisflokkum A, B og C. Hver tími eru 20 mín og kostar tíminn 500 kr. Undir lesa meira má finna upplýsingar um hvernig panta á tíma.

Fræðslufyrirlestur hjá Huldu sjúkraþjálfara!

Hulda Björg sjúkraþjálfari mun halda fræðslufyrirlestur fyrir 4. -7. hóp miðvikudaginn 11. febrúar í fundarherbergi skautahallarinnar. Hulda mun fjalla um gildi upphitunar og algengustu meiðsli. Fundur verður fyrir 4. og 5. hóp milli 17:30 og 18:30 og 6. og 7. hóp milli 20 og 21. Þetta er skyldumæting :)

Fréttir af landsliðskeppendum á Norðurlandamóti 2009

Fréttir af landsliði Íslands á NM2009 í Malmö. Dagur 1, 2 og 3.

Æfingaplan dagana 4. - 9. febrúar og Helga Jóhannsdóttir keppir á Norðurlandamóti 2009

Helga Margrét yfirþjálfari verður fjarverandi dagana 4. -9. febrúar. Hún mun fylgja Helgu Jóhannsdóttur á Norðurlandamótið í Malmö í Svíðþjóð þar sem Helga J. mun keppa í Novice flokki fyrir hönd Íslands ásamt 5 öðrum skauturum. Meðan Helga M. er fjarverandi verða óhjákvæmilega breyttar æfingar. Æfingar haldast þó að mestu óbreyttar en planið má sjá undir "lesa meira". Við viljum biðja alla um að lesa planið vel yfir og ath. vel breytingarnar. Við óskum Helgu J. ásamt skauturum frá SR og Birninum góðs gengis á mótinu úti.

Úrslit á Frostmótinu 2009

8 ára og yngri C

1. sæti
Elísa Ósk Jónsdóttir

9. ára og yngri C - drengir

1. sæti Jóhann Jörgen Kjerúlf

13. ára og yngri C - drengir

1. sæti Grétar Þór Helgason

10. ára og yngri C

1. sæti - Sóldís Diljá Kristjánsdóttir
2. sæti Iðunn Árnadóttir
3. sæti  Klara Sif Magnúsdóttir

 12. ára og yngri C

1. sæti Heba Þórhildur Stefánsdóttir
2. sæti Lóa Aðalheiður Kristínardórri
3. sæti Bergdís Lind Bjarnadóttir

14. ára og yngri C
1. Halldóra Hlíf Hjaltadóttir
2. Hildigunnur Larsen

12. ára og yngri B
1. Andrea Dögg Jóhannsdóttir
2. Birna Pétursdóttir
3. Hrafnhildur Lára Hildudóttir

Æfingar næstu daga

Laugardaginn 3. janúar verða æfingar sem hér segir:

kl. 11:30-12:10 - 3. og 4. hópur (mjög mikilvægt að mæta því það er mót 11. jan)

kl. 12:10-12:50 - 12 ára og yngri B og þeir sem fara á Reykjavík International

 

Sunnudagurinn 4. janúar verða æfingar sem hér segir:

kl. 17:15-18:00 - 5. hópur

kl. 18:00-18:55 - 6. hópur

kl. 19:05-20:00 - 7. hópur 

 

Mánudaginn 5. janúar byrja æfingar hjá öllum hópum skv. tímatöflu!