Afísæfingar vikuna 20.-24. júlí

Hér kemur æfingaplan fyrir næstu viku. Helga Margrét er þá komin aftur og verða æfingar alla virka daga fram að æfingabúðum. Endilega hvetjum alla til að mæta vel í þessa tíma, bæði þá sem verða með í 4 vikur, 2 vikur eða jafnvel ekki með í æfingabúðunum. Það er ekki gaman að byrja nýtt skautaár illa! Það er mikið skemmtilegra að byrja árið í góðu formi og eins og þið vitið þá verða framfarirnar svo miklu hraðari eftir því sem líkamlegt form er betra. 

Afísæfing hjá Audrey Freyju

Hér eru skilaboð frá Audrey Freyju sem hún sendi á facebook síðunni. Hér er slóðin inn á síðuna fyrir þá sem ekki eru enn búnir að gerast meðlimir: http://www.facebook.com/group.php?gid=103694271496

Landsmót UMFÍ og æfingar mánudag og þriðjudag

Hér eru upplýsingar varðandi landsmót UMFí sem við munum taka þátt í og svo um æfingar mánudag og þriðjudag.

Afísæfing laugardaginn 4. júlí

Sumaræfingar hefjast!

Sumaræfingar eru nú að hefjast hjá Helgu Margréti og Audrey Freyju. Þessar æfingar verða út júlí fyrir alla keppnisiðkendur LSA. Bendum á að þeir sem ekki taka þátt í æfingabúðum LSA eru að sjálfsögðu velkomnir og að æfingarnar eru ókeypis fyrir alla. Ath! foreldrar þið megið líka koma :)

Sumaræfingar í júlí hjá Helgu Margréti og Audrey Freyju

Öllum iðkendum LSA stendur til boða að vera með í sumaræfingum í júlí með Helgu Margréti yfirþjálfara og Audrey Freyju systur hennar. Æfingarnar verða í svipuðum stíl og æfingarnar hjá Hóffu voru núna í maí, skokk, stöðvaþjálfun, stökk afís, teygjur o.s.frv. Við munum að sjálfsögðu gera ýmislegt skemmtilegt líka t.d. hjóla Eyjafjarðarhringinn, fara í Kjarnaskóg og sund. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt bæði til að halda sér í formi, auka liðleika og hafa gaman. Búið er að opna Facebook síðu þar sem afístímarnir verða auglýstir sérstaklega. Þeir sem ekki eru með Facebook geta nálgast upplýsingar hér á heimasíðunni. Endilega fylgjist vel með :) Hér er linkur á Facebook síðuna.

Iðkendur á leið í æfingabúðir ÍSS í júní

Núna á mánudaginn byrjar loksins fyrsta vika æfingabúða ÍSS. Inn á síðu skautasambandsins er að finna allar upplýsingar varðandi 1. viku búðanna, dagskrá, hópaskiptingu og aðrar upplýsingar. Hinar vikurnar koma svo koll af kolli inn á heimasíðuna og viljum við biðja fólk um að fylgjast vel með þeirri síðu. Helga Margrét þjálfari sendi tölvupóst með tékklista og smá upplýsingum á alla sem taka þátt, ef einhver kannast ekki við að hafa fengið póstinn þá vinsamlegast sendið póst um það á helgamargretclarke@gmail.com, það er mikilvægt að allir lesi þetta bréf vel yfir. Sjáumst í Reykjavík, kv. Helga Margrét :)

Mögulegt fyrir iðkendur í sumarvinnu að taka þátt í æfingabúðum LSA

Stjórn LSA og Helga Margrét yfirþjálfari hafa fengið nokkrar fyrirspurnir varðandi "eldri" iðkendur sem áhuga hafa á að taka þátt í æfingabúðunum okkar í ágúst en eru að vinna á sama tíma. Rætt hefur verið um möguleikann á að fá að nýta þá tíma sem iðkendur komast á og borga hlutfallslega í samræmi við það. Sumir eru að vinna seinni partinn á daginn og gætu þá nýtt æfingar fyrir hádegi og svo öfugt. Að sjálfsögðu viljum við að sem flestir sem áhuga hafa geti tekið þátt og gerum það sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við alla. Við viljum biðja þá sem áhuga hafa að senda póst á skautar@gmail.com með nánari útskýringum á vinnutíma iðkanda og hvaða tímabil hann vill nýta, við svörum svo hverju erindi fyrir sig.

Skráningar í sumaræfingabúðir LSA 2009

Undir lesa meira er að finna þær skráningar sem borist hafa í æfingabúðirnar okkar í ágúst. Ef einhverjir eru ekki búnir að skrá sig endilega sendið þá póst á skautar@gmail.com (kíkið á linkinn neðst í valmyndinni hér til vinstri, þar eru allar upplýsingar).

Afísæfingar hjá Hóffu!

Afísæfingar hjá Hóffu byrjuðu í gær. Mæting var góð og allir mjög duglegir, hvetjum þá sem ekki mættu í gær til að mæta á næstu æfingu því þetta er tilvalið tækifæri til að fá leiðbeiningar um æfingar fyrir sumarfríið. Afísæfingarnar hjá Hóffu fyrir 4. og 5. hóp verða á þriðjudögum og fimmtudögum milli 15:30 og 16:30 og fyrir 6. og 7. hóp sömu daga en milli 16:30 og 17:30. Ef til vill verða hóparnir sameinaðir en fylgist vel með því hér á heimasíðunni. Mæting í andyrið á Bjargi. Munið að taka með vatnsbrúsa, vera í góðum íþróttafötum, klædd eftir veðri því við verður úti flesta dagana og komið með sundföt og handklæði til að fara í pottinn á eftir :)