Týnt skautapils

Ég týndi skautapilsinu mínu í skautahöllinni í síðustu viku. Það er svart með gylltu munstri. EF þú hefur fundið það vinsamlegast hafðu samband við mig. Kv. Diljá sími 8435255

Einkatímar hjá Margaret og Körlu

Margaret og Karla vildu koma því á framfæri að þær munu bjóða þeim sem áhuga hafa upp á einkatíma þessar tvær vikur sem þær eru hjá okkur.

Lausir ístímar

Einhverjir ístímar eru lausir á meðan á æfingabúðunum stendur. Seljum klukkutímann fyrir iðkendur í SA á að lágmarki 6000, annars 500 kall á mann. Hafið samband við Vidda s. 864-7464. Hér má sjá stundatöflu næstu fjöggurra vikna.  

Æfingabúðir hefjast!

Æfingabúðir hefjast á morgun mánudaginn 21. júlí. Allar helstu upplýsingar eru komnar hér inn á heimsíðuna bæði í "fréttir" og í valmyndinni til vinstri undir "Æfingabúðir 2008". Enn vantar okkur sjálfboðaliða bæði til að vinna í hádegi og einnig í akstur á milli Skautahallar og Bjargs. Mikilvægt er að muna að þegar skautað er um helgar þá er ekki boðið upp á hádegismat heldur þurfa iðkendur að hafa með sér nesti. Eins er mikilvægt að allir muni að ef fyrsti tími að morgni er "Afís-Bj" þá þýðir það að afístíminn er á Bjargi og skulu iðk. mæta beint þangað en þeim verður skutlað niður í skautahöll að loknum tíma.

Matseðill æfingabúða 2008

Hér er matseðill æfingabúðanna.

Upplýsingar til iðkenda og foreldra/forráðamanna

Hér er að finna upplýsingar sem nauðsynlegt er að bæði iðkendur og foreldrar/forráðamenn kynni sér fyrir æfingabúðirnar.

Æfingabúðir og skautapantanir

Til að einfalda upplýsingaflæðið eru komnir linkar fyrir æfingabúðirnar og skautapantanir hér í valmyndinni til vinstri.

Sjálfboðaliðar í akstur í æfingabúðunum!

Við leitum að sjálfboðaliðum úr röðum foreldra/forráðamanna iðkenda sem taka þátt í æfingabúðunum í akstur á milli Skautahallar og Bjargs.

Skautanámskeið í ágúst

KRAKKAR  ATHUGIÐ
Skautanámskeið fyrir krakka sem voru að æfa síðasta vetur og/eða ætla að æfa í vetur.

Skautaskóli

KRAKKAR  ATHUGIÐ
Skautaskóli í sumar fyrir börn fædd árið 2004 og fyrr.