Keppendur á BYR-móti!

Hér er að finna plan yfir mætingartíma, upphitunartíma og annað fyrir mótið á morgun. 

BYR Sparisjóðsmót 20. september 2008

Drög að tímatöflu BYR-móts 20. september 2008 og keppnisröð.

Breyttar æfingar hjá 3. og 4. hóp um helgina!

Vegna BYR-móts á laugardag hjá A og B flokkum verða breyttar æfingar hjá 3. og 4. hóp um helgina. Í stað æfinga á laugardag verður æfing á sunnudag fyrir 3. hóp á ís kl. 9-10 og kl. 10-11 fyrir 4. hóp.

Fyrsti tími hjá 1. og 2. hóp og byrjendum á morgun!

Fyrsti tími hjá iðkendum í 1. og 2. hóp og byrjendum verður á morgun kl. 17:15-17.55 á ís og svo er afís-tími milli 18:00 og 18:20. Þeir sem ekki hafa skráð sig geta annað hvort sent Önnu Guðrúnu tölvupóst (annagj@simnet.is) eða bara mætt á morgun og skráð sig á staðnum. Hlökkum til að sjá alla.

Keppendur á BYR-móti 20. september 2008

Hér er keppendalisti á BYR-móti LSA 2008 sem haldið verður 20. september milli 8 og 14.

Breyttar æfingar um helgina hjá 3.-7. hóp!

Breyttar æfingar verða um helgina hjá 3.-7. hóp vegna þjálfaranámskeiðs 1 c sem haldið verður í skautahöllinni fyrir aðstoðarþjálfarana okkar.

Afís hjá Söruh hefst á morgun!

Afís hjá Söruh hefst á morgun, mánudaginn 8. september, hjá 3.-7. hóp.

Opnir tímar Listhlaupadeildar fyrir 3.-7. hóp

Opnir tímar fyrir 3.-7. hóp eru á föstudögum milli 13 og 14 og sunnudögum milli 8 og 8:40 fyrir þá sem áhuga hafa á að koma og æfa sig sjálfir eða fara yfr prógröm (dansa). Þjálfari er á staðnum og opnar húsið u.þ.b. 10 mín fyrr.

Afísæfingar fyrir 3.-7. hóp

3. -7. hópur: Afísæfingar hjá Helgu og danstímar í KA heimilinu byrja frá og með næstu viku en afístímar hjá Söruh byrja mánudaginn 8. sept. Iðkendur 3.-7. hóps fengu í síðustu viku afhenta tímatöflu með afístímum og ístímum, danstímum, upphitunartímum og teygjutímum. Þeir sem ekki hafa fengið þá töflu afhenta geta nálgast hana hjá Helgu þjálfara á æfingatímum eða hér á heimasíðunni undir "Ís og afístímatafla 2008-2009".

Iðkendur í 3.-7. hóp!

Á morgun miðvikudaginn 27. ágúst fá allir iðkendur í 3.-7. hóp afhenta útprentaða tímatöflu yfir ís-, afístíma, upphitunartíma, danstíma og teygjutíma.

  • Afístímar og danstímar hefjast frá og með mánudeginum 1. september skv. tímatöflunni.
  • Morguntímar á fimmtudagsmorgnum fyrir 5.6. og 7. hóp verða með þessu sniði:

*1. og 3. fimmtudag hvers mánaðar mæta iðk. í eftirfarandi keppnisflokkum í morguntíma á fimmtudagsmorgnum milli 6:30 og 7:15 (mæting 6:15): Junior, Novice, 15 ára og eldri B, 12 ára og yngri A og 10 ára og yngri A

*2. og 4. fimmtudag hvers mánaðar mæta iðk. í eftirfarandi keppnisflokkum í morguntíma á fimmtudagsmorgnum milli 6:30 og 7:15 (mæting kl. 6:15): 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B og 10 ára og yngri B.

Þar með munu iðk. sem keppa í 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B og 10 ára og yngri B mæta nk. fimmtudagsmorgun í morguntíma. 

  • Flokkaskiptingu og keppnisflokkaskiptingu má finna HÉR.