Karfan er tóm.
Á morgun miðvikudaginn 27. ágúst fá allir iðkendur í 3.-7. hóp afhenta útprentaða tímatöflu yfir ís-, afístíma, upphitunartíma, danstíma og teygjutíma.
*1. og 3. fimmtudag hvers mánaðar mæta iðk. í eftirfarandi keppnisflokkum í morguntíma á fimmtudagsmorgnum milli 6:30 og 7:15 (mæting 6:15): Junior, Novice, 15 ára og eldri B, 12 ára og yngri A og 10 ára og yngri A
*2. og 4. fimmtudag hvers mánaðar mæta iðk. í eftirfarandi keppnisflokkum í morguntíma á fimmtudagsmorgnum milli 6:30 og 7:15 (mæting kl. 6:15): 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B og 10 ára og yngri B.
Þar með munu iðk. sem keppa í 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B og 10 ára og yngri B mæta nk. fimmtudagsmorgun í morguntíma.
Haustönn Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar hefst mánudaginn 25. ágúst hjá öllum keppnisflokkum/framhaldshópum (3. og upp úr).
Haustönn byrjendahópa (1. og 2. hóps) byrjar um miðjan september og verður auglýst sérstaklega.
Skráningardagur verður í Skautahöllinni sunnudaginn 24. ágúst milli 13 og 16 fyrir alla iðkendur, gamla og nýja. Frítt verður á svellið fyrir alla og hægt að fá skauta að láni endurgjaldslaust. Við bjóðum nýja iðkendur sérstaklega velkomna. Stjórn Listhlaupadeildar verður á svæðinu og tekur við skráningum og veitir upplýsingar. Hvetjum alla til að mæta!
Föstudaginn 22. ágúst verða birtar flokkaskiptingar 3. flokks og upp úr og einnig ístímatafla vetrarins (með fyrirvara um breytingar).
Hlökkum til að sjá ykkur!
Síðasti dagur æfingabúðanna er á morgun. Þessar 4 vikur hafa verið fljótar að líða en allt hefur gengið eins og best verður á kosið. Iðkendur hafa staðið sig vel, bæði verið til fyrirmyndar og sýnt íþróttamannslega framkomu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa komið að undirbúningi æfingabúðanna, hjálpað í hádegi og einnig keyrt iðkendur á milli afísæfinga og ísæfinga. Við viljum þakka öllum þeim sem hjálpuðu og gerðu okkur kleyft að halda æfingabúðirnar og vonum að allir séu sáttir með afraksturinn!