Upplýsingar til allra iðkenda vegna Jólahátíðar 2008

Jólahátíð listhlaupadeildar 2008 - Sunnudaginn 21. desember 2008

Generalprufa eldri iðkenda

Á morgun sunnudaginn 21. desember verður generalprufa fyrir 4. 5. 6. og 7. hóp milli ca. 9 og 10:30. Mæting ekki seinna en kl. 8:45. Allir klefar nema meistaraflokksklefi verða notaðir, reynið að dreifa ykkur þannig að allir hafi nóg pláss :)

Upplýsingar vegna jólasýningar yngri flokka - 1. 2. og 3. hópur

Upplýsingarblað sem iðkendur 1. 2. og 3. hóps fengu með sér heim miðvikudaginn 3. des.

Morgunæfingar hjá 5.6.7. hóp

Við munum gera stutta pásu á morgunæfingunum á fimmtudagsmorgnum þar til eftir áramót. Við látum vita þegar þær byrja aftur.

Æfingar á morgun!

Á morgun er frí hjá þeim iðkendum sem voru að keppa um helgina. Hinir sem eiga æfingu þennan dag fá því aðeins lengri æfingatíma á ísnum (sjá lesa meira). Minnum alla í 3.-7. hóp á að afís hjá Söruh og Gyðu er í pásu þangað til eftir áramót, verður auglýst þegar byrjar aftur.

Æfingar 5.-7. desember

Það verða breyttar æfingar föstudaginn-sunnudaginn næsta vegna Íslandsmeistaramóts um helgina. Sjá lesa meira.

Morgunæfing fellur niður!

Morgunæfing í fyrramálið, fimmtudaginn 4. desember fellur niður!

Morgunæfing fellur niður í fyrramálið!

Morgunæfing milli 6:30 og 7:15 hjá 5. 6. og 7. hóp fellur niður í fyrramálið. Þeir sem áttu að mæta í fyrramálið geta mætt í staðinn næsta fimmtudagsmorgun. 

Kristalsmót C keppenda í Rvík!

Helgina 22.-23. nóvember nk. verður Kristalsmót C flokka haldið í Egilshöll. SA sendir stóran hóp keppenda á þetta mót. Hér má nálgast tímatöflu mótsins.

Æfingar fös-sun!

Vegna C-móts um helgina verða örlitlar breytingar á æfingum.