Myndir, myndir. SA-Björninn 27. og 28. feb.

SA vann báða leikina við Björninn í mfl. um helgina eins og flestir vita og eru myndir frá föstudeginum hér 3-0 og nokkrar frá laugardeginum hér 7-1

Fimmta umferð KEA Hótel Deildarkeppninnar á mánudag.

Tvö lið geta farið í 8 stig, en leikar geta einnig farið þannig að fimm lið verði með 6 stig.

Frestaða leiknum frestað.

Enn varð að fresta leik Mammúta og Svartagengis sem vera átti á miðvikudaginn. Leikmenn Svartagengis voru í flensu og meiðslum. Unnið er í því að finna tíma til að klára þennan leik.

Drög að tímatöflu Vinamóts 7.-8. mars nk

Vinamót 7. mars - 8. mars. 2009

ATH. Tímatafla er birt með fyrirvara um breytingar

Keppendalisti á Vinamóti 7.-8. mars nk.

Keppendalisti Vinamót 7.-8. mars ‘09

Myndir frá öskudeginum

Það eru komnar inn nokkrar myndir frá öskudeginum. 3. og 4. hópur átti leikjaæfingu saman þennan dag en hjá 1. og 2. hóp var foreldrum og systkinum boðið með á æfingu og svo var haldið lítið öskudagsball í lok æfingar. Fleiri myndir koma inn síðar :)

Opinn tími á morgun föstudaginn 27. febrúar

Á morgun föstudaginn 27. febrúar verður opinn tími fyrir keppendur barna- og unglingamótsins milli 10 og 12. Það er í boði að koma hvenær sem er á þessum tíma en alls ekki vera lengur á ísnum heldur en 45 mín. og æfið rólega þennan dag :) Munið að kíkja yfir tékklistann sem er hér á netinu og munið sérstaklega eftir plasthífum á skautana, það má alls ekki gleyma þeim! Mæting er í rútu kl. 12:30!

Meira frá Indlandi

Hér er hægt að sjá myndir frá Indversku meistaradeildinni, gaman er að sjá hvar V.I.P. stúkan er...svona uppi í tré.

 http://picasaweb.google.co.in/musifat/4thNationalIceHockeyChampionships02?feat=email#

KEA Hótel deildin.

Samningar hafa náðst við KEA Hótel um að þeir styrki deildarkeppnina sem nú stendur sem hæst.  Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.

KEA Hotels

FARARSTJÓRI

Vegna forfalla væri gott ef einhver er til í að fara með sem fararstjóri á mótið í R.vík núna um helgina lagt af stað kl. 13:00 á föstudaginn og komið heim um kvöldmat á sunnudaginn. Lofa góðri ferð með góðu liði. Þeir sem hafa áhuga og vilja  koma með hafið samband við mig .

 

Allý, allyha@simnet.is eða í síma 8955804