Breyttar æfingar á meðan Helga er í Svíþjóð
03.02.2009
Helga Margrét yfirþjálfari er farin til Svíþjóðar ásamt Helgu Jóhannsdóttur, sem keppir fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu í ár. Vegna þessa verða ýmsar breytingar á æfingum í vikunni. Við reynum þó allt sem hægt er til að fella ekki niður æfingar, nema morguntímann á fimmtudaginn og opna tímann á sunnudagsmorgunn, komumst við ekki hjá því að fella niður. Sumir eldri iðkendur fá tækifæri til að skipuleggja eina æfingu og er mikil stemming fyrir því. Starfsmaður verður í höllinni á þessum tíma og ber ábyrgð á börnunum, en þær sjá um æfingarnar sjálfar.