Mammútar unnu Janúarmótið.

Mammútar í sigurham
Mammútar í sigurham
Aukaumferð þurfti til að ná fram úrslitum í leiknum um fyrsta sætið.Garpar og Mammútar áttust við í hörkuleik um fyrsta sætið á Janúarmótinu í kvöld. Garpar unnu fyrstu þrjár umferðirnar með 1 stein og voru komnir í 3-0 áður en Mammútar náðu að svara með tveimur í fjórðu umferð. Mammútar unnu svo aftur fimmtu umferðina með tveimur og voru komnir yfir 4-3. Garpar náðu að jafna í sjött umferð með því að setja síðasta stein inn og knýja fram aukaumferð. Garpar áttu innsta stein þegar Mammútar áttu tvo steina eftir og Garpar náðu ekki að loka fyrir. Jón Ingi náði snilldarskoti og setti stein í gegnum mjög þröngt svæði og náði að skjóta steini Garpa út og þar með skjóta Garpana í kaf og endaði umferðin með 3 steinum fyrir Mammúta og unnu þeir leikinn 7 - 4 og fögnuðu sigrí í Janúarmótinu. Leikurinn um þriðja sætið var einnig í járnum fram á síðasta stein en Víkingar unnu fyrstu umferð með 2 og Svartagengið vann næstu með 3. Þá komu tvær sigur umferðir hjá Víkingum 1 og 2 og staðan 5-3. Svartagengið skoraði þá tvö stig og jafnaði leikinn 5-5 og Víkingar unnu síðustu umferð með einum og leikinn 6-5. og náðu þar með þriðja sætinu. Í leik um fmmta sætið áttust við Fífur og Skyttur. Fífur unnu þrjár fyrstu umferðirnar 1-2 og 1 áður en Skyttur skoruðu 1  í fjórðu umferð og síðan 3 í fimmtu og staðan 4-4. Fífur skoruð 2 í síðustu umferð og unnu þar með leikinn  6 - 4. og enda því í fimmta sæti. Üllevål náði ekki mannskap í lið og varð að gefa leikinn við Pálmagroup og endaði því Pálmigroup í sjöunda sæti.