Breyttar æfingar og fundur

Æfingar á morgun verða breyttar/falla niður vegna hóps sem kemur á svellið milli 16 og 18. A2 og B2 mæta á fund með Helgu kl. 15:30-16:45 og A1 og B1 mæta 16:45-18:00, fundurinn verður uppi í fundarherbergi. A2 og B2 fara svo á ísinn kl. 18 og A1 og B1 kl. 18:40. Æfing hjá C1 fellur niður (verður bætt upp fyrir síðar).

Basic test æfingar

Það sem eftir er af haustönninni verður fyrirkomulagið með því móti að þriðjudagsmorgunæfingarnar (06:30-07:20) og sunnudagsmorgunæfingarnar (08:00-08:40) verða eingöngu basic test æfingar. Basic test æfingarnar verða ekki æfðar á öðrum tímum. Ath. þeir sem hyggjast taka basic test þetta skautaárið (janúar/apríl) munið að þessar æfingar þarf að æfa jafnt og þétt allt tímabilið. Basic test verður í eftirtöldum keppnisflokkum í vor: 8 ára og yngri A og B, 10 ára og yngri A og B, 12 ára og yngri A og B, Novice A og B. Þeir sem hyggjast keppa næsta skautaár í einhverjum eftirtalinna flokka þurfa að taka próf í vor. Þeir sem hafa nú þegar lokið prófi og keppa áfram í sama flokki næsta skautatímabil þurfa ekki að taka próf aftur í vor.

ATH! Næstu 3 vikur þá verður þriðjudagsmorgunæfingin á fimmtudagsmorgni, æfingin verður á sama tíma og með sama fyrirkomulagi. (Æfingin 3. desember fellur þó niður vegna keppnisferðar A og B keppenda til Reykjavíkur)

Breyttar æfingar vegna C-móts

Næsta sunnudag, 22. nóvember, verður haldið innanfélagsmót fyrir C keppendur. Vegna undirbúnings fyrir það mót breytast æfingar örlítið á föstudag, laugardag og sunnudag. Sjá lesa meira.

Keppnisröð og tímatafla C-móts

Hér er að finna keppnisröð, tímatöflu og mætingatíma mótsins sem haldið verður á morgun fyrir alla C iðkendur LSA.

Tölvupóstföng foreldra

Kæru foreldrar! Mikilvægt er fyrir bæði þjálfara, foreldrafélag og stjórn að hafa rétt tölvupóstföng allra svo upplýsingaflæði sé eins gott og kostur er. Vinsamlegast sendið póst á skautar@gmail.com ef þið fáið ekki póst frá okkur eða ef þið breytið um tölvupóstfang, látið koma fram nafn ykkar og barns sem og æfingaflokk :)

Æfingar miðvikudaginn 18. nóvember

Helga Margrét þjálfari verður fjarverandi á morgun vegna veikinda. Æfingar haldast þó óbreyttar hjá C hópum og D1 og D2. A og B hópar fá að púla á æfingu sem Sarah Smiley ætlar að kenna. Hún mun taka stíft power skating prógram sem verður örugglega mjög skemmtilegt :) Undir lesa meira má sjá örlitlar tilfærslur á æfingum A og B hópa.

Kæru foreldrar/forráðamenn/iðkendur í C hópum

Næsta sunnudag, 22. nóvember, fer fram innanfélagsmót fyrir C keppendur. Nú þurfum við að fá endanlegan keppendalista og viljum við því biðja ykkur um að senda tölvupóst fyrir miðvikudaginn 18. nóvember á Jóhönnu mótstjóra og Helgu Margréti þjálfara hvort þið keppið eða ekki.
Kveðja,
Jóhanna – josasigmars@gmail.com
Helga Margrét – helgamargretclarke@gmail.com

Þriðjudagsmorgunæfing

Á morgunæfingunni á morgun kl. 06:30-07:20 verður farið yfir basic test æfingar. Þeir sem áhuga hafa á að koma og fá hjálp við æfingarnar skulu mæta (iðkendur úr A1 og A2 og B1 og B2). Seinni hlutann af æfingunni verður farið í vogarsamsetningar.

Æfingar um helgina

Vegna Brynjumóts í hokkí þá falla æfingar niður á laugardag. Á sunnudagsmorguninn verða engar ísæfingar en í staðinn höfum við fengið lánaðan salinn á Bjargi þar sem við tökum góða afísæfingu, sjá lesa meira. 

Úrslit Bikarmóts ÍSS

Keppendur SA stóðu sig með stakri prýði um helgina á Bikarmóti ÍSS sem haldið var í Egilshöllinni. SA fór heim með 5 verðlaun af 16 mögulegum (1 gull, 1 silfur og 3 brons).