31.01.2013
Stelpurnar okkar hefja keppni á Norðurlandamótinu síðdegis. Hægt verður að sjá þær í beinni útsendingu í gegnum heimasíðu Skautasambandsins.
30.01.2013
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir keppa með landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í listhlaupi á skautum á næstu dögum. Sterkasta mót sem þær hafa tekið þátt í.
20.01.2013
SA-stelpurnar koma heim með þrenn gullverðlaun frá keppni á Reykjavík International Games um helgina. Emilía Rós Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir og Martha María Jóhannsdóttir unnu sína flokka.
17.01.2013
Núna um helgina taka níu stelpur úr Listhlaupadeild SA þátt í alþjóðlegu listskautamóti sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal. Mótið er hluti af íþróttahátíðinni Reykjavík International Games, eða RIG.
14.01.2013
Vegna undirbúnings fyrir Reykjavík International Games (RIG) verða breytingar á tímatöflu Listhlaupadeildar (á ís) þessa vikuna. Athugið að afístímar í Laugargötunni breytast ekki.
01.01.2013
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir er skautakona ársins úr röðum Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar. Hrafnhildi var veitt viðurkenning í fjölskyldutíma deildarinnar á svellinu á gamlársdag.
16.12.2012
Sunnudaginn 16. desember kl. 17.30 verða iðkendur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar með sína árlegu jólasýningu.
12.12.2012
Listhlaupskrakkar skemmtu sér saman á svellinu ásamt fjölskyldum sínum í liðinni viku. Þrír bræður kíktu í heimsókn og N4 mætti með myndavél á lofti.
25.11.2012
Fjórar stelpur úr Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar urðu um helgina Íslandsmeistarar í sínum flokkum í listhlaupi, ein fékk silfur og ein brons.
21.11.2012
Íslandsmótið í listhlaupi á skautum fer fram í Skautahöllinni í Laugardal helgina 23.-25. nóvember. Tólf keppendur frá SA skráðir til leiks.