21.03.2013
Emilía Rós Ómarsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar stóð sig frábærlega í keppni í listhlaupi á skautum í dag, en hún keppir á móti í Króatíu ásamt þremur öðrum stúlkum úr SA í landsliðshópi Skautasambands Íslands.
20.03.2013
Í morgun lögðu fjórar stúlkur úr Skautafélagi Akureyrar sem eru í landsliði ÍSS af stað í keppnisferðalag til Króatíu og Póllands. Þetta eru þær Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, Sara Júlía Baldvinsdóttir og Emilía Rós Ómarsdóttir.
26.02.2013
Hirðljósmyndarinn og heiðursfélaginn Ásgrímur Ágústsson studdi fingri á takka um helgina og tók nokkrar myndir á Vetrarmóti ÍSS í listhlaupi.
24.02.2013
Keppendur úr röðum SA unnu til gullverðlauna í fimm flokkum á Vetrarmóti ÍSS sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, Emilía Rós Ómarsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Pálína Höskuldsdóttir og Aldís Kara Bergsdóttir unnu sína flokka.
23.02.2013
Keppni er lokið í fjórum flokkum á Vetrarmóti ÍSS sem fram fer í Skautahöllinni á Akureyri núna um helgina. SA-stelpur með tvenn gullverðlaun á fyrri degi.
21.02.2013
Dregið hefur verið um röð keppenda í hverjum flokki á Vetrarmóti ÍSS sem fram fer í Skautahöllinni á Akureyri um helgina.
19.02.2013
Vegna Vetrarmóts ÍSS um helgina verða breytingar á æfingum á föstudag.
19.02.2013
Dagana 22.-24. febrúar verður í Skautahöllinni á Akureyri haldið Vetrarmót ÍSS í listhlaupi á skautum. Keppendur á mótinu eru 73, þar af 16 frá Skautafélagi Akureyrar.
03.02.2013
Hrafnhildur Ósk og Elísabet Ingibjörg hækkuðu sig báðar á listanum á seinni keppnisdegi.
01.02.2013
SA-stelpurnar Hrafnhildur Ósk og Elísabet Ingibjörg fara aftur á svellið á morgun, laugardag, þegar keppt verður í frjálsu prógrammi.