Vorsýningin á laugardag - 1. júní

Velkomin á vorsýningu listskautadeildar - Encanto á ís á laugardag 1. júní kl 16:00 💐⛸🍀 Miðasala á staðnum: 2500 kr fyrir 18 ára og eldri 1500 kr fyrir 17 ára og yngri - frítt inn fyrir 5 ára og yngri Foreldrafélag listskautadeildar verður með veitingasölu.

Minningarorð

Í dag kveðjum við fyrrum skautara og þjálfara hana Evu Björg Halldórsdóttur sem lést af slysförum á síðasta vetrardag 24.apríl síðastliðinn. Við minnumst Evu Bjargar með hlýju. Hún var samviskusamur og kröftugur skautari sem sinnti æfingum og keppni í skautaíþróttinni af alúð. Þetta gerði hún samhliða æfingum og keppni á skíðum. Hennar er minnst sem góðs vinar, hvetjandi æfingafélaga og öflugs skautara. Við minnumst hennar einnig sem athugulum, samviskusömum og ljúfum þjálfara, en hún kom meðal annars að þjálfun byrjenda hjá okkur í nokkur ár. Við sendum Vilborgu Þórarinsdóttur og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og styrk í sorginni. Hvíldu í friði kæra Eva Björg Stjórn LSA, stjórn SA, iðkendur og foreldrar LSA

Skauta- og íshokkí leikjanámskeið SA í júní

Skauta- og íshokkí leikjanámskeið SA fyrir börn fædd 2018-2014 verður haldið í júní. Frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Leikjanámskeiðið fer fram bæði á útisvæðinu við Skautahöllina og inni á skautasvellinu. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði í leikjunum á námskeiðinu. Allur búnaður innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu, hockeysmiley@gmail.com fyrir nánari upplýsingar. Skránin á námskeið: sportabler.com/shop/sa/ishokki

Aðalfundur listskautadeildar 22. maí

Fundarboð - Aðalfundur listskautadeildar Skautafélags Akueyrar verður haldinn miðvikudaginn 22.maí næstkomandi og hefst hann klukkan 19:30.

Skautarar frá SA keppa á Volvo Cup í Lettlandi um helgina

Um helgina eru skautarar frá okkur að taka þátt í Volvo cup í Riga. Fyrsti keppnisdagur er í dag en stelpurnar byrjuðu allar daginn á æfingu. Ronja Valgý hefur fyrst keppni klukkan 11:40 (8:40 á íslenskum tíma). Freydís Jóna stígur svo á ísinn kl 15:10 (12:10 á íslenskum tíma) með stutta prógrammið sitt. Þær stöllur eru báðar fyrstar í sínum upphitunarhópum Við óskum stelpunum góðs gengis

Sögulegu Vormóti lokið

Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni hjá okkur um síðustu helgi en mótið er eitt það stærsta sem haldið hefur verið í listskautum. Keppt var í ÍSS keppnislínu, félagalínu og Special Olympics/Adaptive Skating á listskautum en svo var einnig keppt í skautahlaupi opinberlega í fyrsta sinn í 42 ár á Íslandi. Mótið er síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts.

Vormótið hefst í dag

Vormót Skautasambands Íslands árið 2024 fer fram í Skautahöllinni hjá okkur um helgina, 1. – 3. mars. Að þessu sinni er auk Keppnislínu ÍSS einnig keppt í Keppnislínu félaganna og Special Olympics/Adaptive Skating. Samhliða Vormóti ÍSS 2024 fer fram opið mót í skautahlaupi. Mótið er opið öllum áhugasömum, ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur í aðildarfélagi ÍSS til þess að skrá sig til keppni.  Keppnin fer fram á laugardag kl. 20:00 en keppt verður í flokkum ungmenna og fullorðinna.

Freydís og Sædís með góðan árangur á Norðurlandamótinu

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Sædís Heba Guðmundsdóttir voru fulltrúar Skautafélags Akureyrar á Norðurlandamótinu á listskautum sem fór fram 1. - 4. febrúar í Borås, í Svíþjóð. Freydís Jóna náði 19. sæti í Junior flokki með heildarstig uppá 81.24 stig og Sædís Heba 15. sæti í Advanced Novice með 78.27 stig.

Öskudagsballið 2024

Öskudag diskóið sem haldið var á öskudag lukkaðist mjög vel og börnin fóru glöð heim. Dýrin í hálsaskógi kíktu í heimsókn, kötturinn var sleginn úr tunnunni og verðlaun voru veitt fyrir bestu búningana og allir gestir fengu eitthvað gott. Öskudagsballið er samtarf Skautahallarinnar og Listskautadeildar SA og Greifinn gaf verðlaun. Við þökkum gestum okkar á Öskudagsballinu kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi skemmt sér konunglega á þessum frábæra degi. 

Jólasýning Listskautadeildar 2023 - Freydís skautakona ársins

Árleg jólasýning Listskautadeildar SA var haldin á sunnudag. Deildin setti upp Hnotubrjótinn í ár. Sýningin var samin af Jana Omélinova og leikstýrt af Jana Omelinová og Varvara Voronina með aðstoð frá öðrum þjálfurum deildarinnar. Krakkarnir stóðu sig öll með mikilli prýði og tókst sýningin gríðarlega vel. Takk iðkendur og þjálfarar fyrir frábæra sýningu og takk kæru gestir fyrir komuna.