Íslandsmeistaramót ÍSS um helgina.
02.12.2024
Íslandsmeistarar 2024
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót ÍSS og Íslandsmót barna og unglinga í Egilshöll þar sem við áttum 5 keppendur. Sædís Heba Guðmundsóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Junior flokki.
Á laugardaginn var keppt í Basic novice en þar varð Helga Mey Jóhannsdóttir hlutskörpust og sigraði í flokknum með 30.74 stig. Ronja Valgý varð í 12 sæti í sama flokk með 18.21 stig. Í Advanced Novice var Ylfa Rún fimmta með 23.61 stig eftir stutta prógrammið og Sædís Heba efst með 40.12 stig eftir stutta prógrammið í Junior. Á seinni degi mótsins var Ólöf Marý fyrst á ísinn í hópnum Chicks unisex og stóð sig vel en ekki er raðað í sæti í flokknum. Ylfu Rún hélt sínu sæti sínu eftir frjálsa prógrammið og lauk keppni með 61.94 stig í 5.sæti. Síðust af okkar stúlkum skautaði Sædís Heba en hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í flokknum Junior Women með 112.04 Stig.