Karfan er tóm.
Víkingar mættu Húnum á Íslandsmótinu í íshokkí karla í gærvköldi og sigruðu nokkuð auðveldlega, 8-2 (2-2,
3-0, 3-0). Lars Foder var atkvæðamestur heimamanna.
Víkingar áttu í litlum vandræðum með Húna, fengu þó á sig tvö hálf kæruleysisleg mörk í fyrsta leikhluta og staðan 2-2 að honum loknum. Lars Foder opnaði leikinn með glæsilegu marki eftir rúmlega fimm mínútna leik, Húnar jöfnuðu, Lars kom Víkingum aftur yfir, en aftur jöfnuðu Húnar.
Víkingar hleyptu þeim ekki lengra, Orri Blöndal, Guðmundur Guðmundsson og Andri Freyr Sverrisson skoruðu í öðrum leikhluta og síðan Stefán Hrafnsson, Jóhann Leifsson og Andri Freyr aftur í þriðja leikhlutanum. Andri Freyr misnotaði síðan víti í stöðunni 8-2. Lokatölur: Víkingar - Húnar 8-2 (2-2, 3-0, 3-0).
Mörk/stoðsendingar
Víkingar
Lars Foder 2/3
Andri Freyr Sverrisson 2/0
Stefán Hrafnsson 1/2
Orri Blöndal 1/0
Guðmundur Guðmundsson 1/0
Jóhann Már Leifsson 1/1
Sigurður
Sigurðsson 0/2
Björn Már Jakobsson 0/2
Ingþór Jónsson 0/1
Andri Már Mikaelsson
0/1
Refsingar: 8 mínútur
Varin skot: 21 (12+5+4)
Húnar
Falur
Guðnason 1/0
Róbert Pálsson 1/0
Refsingar: 14 mínútur
Varin skot: 37
(9+18+10)
Næsti leikur Víkinga verður strax annað kvöld, laugardagskvöldið 2. febrúar, en
þá fá þeir lið SR í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19.30. Víkingar eru í 2. sæti deildarkeppninnar með 24 stig eftir tíu
leiki, sjö stigum á eftir Birninum, en hafa leikið tveimur leikjum færra.
Staðan í deildinni er á vef ÍHÍ.
Leikskýrslan.