Tap gegn Fálkum, 5-7 (2-3, 2-2, 1-1)

Sigurgeir Haraldsson (22.01.2013)
Sigurgeir Haraldsson (22.01.2013)


Jötnar máttu játa sig sigraða gegn Fálkum í markaleik í Skautahöllinni á Akureyri í gær, 5-7.

Fálkar byrjuðu af krafti og voru komnir með tveggja marka forystu rétt um miðjan fyrsta leikhluta, en þá svöruðu Jötnar með tveimur mörkum frá Andra Má Mikaelssyni og Hafþóri Andra Sigrúnarsyni á innan við mínútu. Fálkar bættu svo við þriðja markinu alveg í blálokin á fyrsta leikhluta.

Fálkar bættu síðan aftur við tveimur mörkum í öðrum leikhluta, en aftur komu Jötnar til baka með tveimur mörkum, Andri Már skoraði sitt annað mark og Andri Freyr Sverrisson bætti við fjórða marki Jötna. Gestirnir því áfram með eins marks forystu þegar öðrum leikhluta lauk.

Enn kom svo mark frá Fálkum í þriðja leikhluta, en Jötnar minnkuðu muninn aftur í eitt mark þegar Sigurður Reynisson skoraði fimmta mark heimamanna. Talsverð spenna var svo í lokin þegar Jötnar sóttu án afláts og freistuðu þess að jafna. Þeir skiptu markverðinum út fyrir útileikmann og reyndu hvað þeir gátu að yfirspila gestina, en í blálokin náðu Fálkar pökknum og skoruðu í autt markið. Úrslitin: Jötnar - Fálkar 5-7 (2-3, 2-2, 1-2).

Mörk/stoðsendingar
Jötnar
Andri Már Mikaelsson 2/1
Andri Freyr Sverrison 1/1
Orri Blöndal 0/2
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Sigurður Reynisson 1/0
Björn Már Jakobsson 0/1
Stefán Hrafnsson 0/1
Varin skot: 23 (12+7+4)
Refsingar: 16 mínútur

Fálkar
Baldur Emil 2/0
Gauti Þormóðsson 1/1
Júníus Einar 1/0
Pétur Maack 1/3
Egill Þormóðsson 2/1
Daníel Steinþór Magnússon 0/1
Styrmir Friðriksson 0/1
Egill Orri 0/1
Gunnlaugur 0/1
Varin skot: 30 (5+10+15)
Refsingar: 20 mínútur

Næsti leikur Jötna verður gegn Húnum í Egilshöllinni 15. febrúar og svo aftur 16. febrúar, en þá vikuna verður mikil törn verður á Íslandsmótinu í meistaraflokki karla í febrúarmánuði. Víkingar halda suður á föstudag (25.01) og mæta SR í Skautahöllinni í Laugardal. Hefst sá leikur kl. 20.15.

Myndaalbúm (Sigurgeir Haraldsson)