Karfan er tóm.
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði fyrir Spáni á HM í gær, 1-4. Lokaleikur liðsins er gegn Belgum í
dag.
Með tapinu í gær er ljóst að liðið á ekki möguleika á verðlaunasæti eins og að var stefnt. Liðið er nú í 5. sæti með 3 stig, en Belgía er einu sæti ofar með 4 stig. Belgíska liðið náði sér í aukastig gegn króatíska liðinu. Á vef mótshaldara má sjá úrslit leikja og stöðuna í mótinu.
Með sigri á morgun kæmist íslenska liðið upp í 4. sæti. Leikur liðanna hefst kl. 14.30 að íslenskum tíma og má fylgjast með beinni atvikalýsingu á vef mótshaldara. Skömmu fyrir leik birtist "live" við leikinn sem smellt er á til að opna lýsinguna.
Hrund Thorlachius var valin maður leiksins úr íslenska liðinu í gær. Nýliðinn Kristín Ingadóttir heldur áfram að skora, en hún gerði eina mark Íslands í gær. Íris Hafberg stóð í markinu fyrstu tvo leikhlutana í gær í sínum fyrsta landsleik og varði vel. Í leiknum gegn Suður-Kóreu á fimmtudag var Guðlaug Þorsteinsdóttir markvörður valin maður leiksins í íslenska liðinu.
Nánar er sagt frá leiknum í dagbók fararstjóra á vef ÍHÍ og tölfræðiupplýsingar má finna í leikskýrslunni.