Karfan er tóm.
Helgi Gunnlaugsson og félagar unnu þrjá leiki og gerði eitt jafntefli, fengu Magga Finns bikarinn eftir sigur í úrslitaleik gegn SA. Reyndar fengu
þeir ekki rétta bikarinn, en það er önnur saga...
Minningarmótinu um Magnús E. Finnson lauk seint í gærkvöldi eftir að menn höfðu spilað á föstudagskvöld og svo áfram frá kl. 16 í gær og fram á kvöld. Að móti loknu var svo lokahóf þar sem afhent voru nokkur einstaklingsverðlaun. Reyndar voru ekki afhent verðlaun fyrir skemmtilegasta liðið, en miðað við stemninguna á lokahófinu hefðu þau verðlaun væntanlega fallið liði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í skaut.
Lokastaðan:
Röð | Lið | Stig |
1. | Team Helgi | 7 |
2. | SA | 6 |
3. | SHS | 4 |
4. | SR | 3 |
5. | Björninn | 0 |
Úrslit leikja:
SA - SR | 4-3 |
Björninn - Team Helgi | 2-12 |
SR - SHS | 5-6 |
SA - SHS | 6-2 |
SR - Björninn | 10-4 |
Team Helgi - SHS | 2-0 |
SA - Björninn | 8-2 |
SR - Team Helgi | 3-3 |
Björninn - SHS | 1-7 |
SA - Team Helgi | 1-4 |
Á lokahófinu voru afhent nokkur verðlaun:
Grófasti leikmaðurinn: Guðrún
Blöndal, Team Helgi (eini keppandinn á mótinu sem náði að fella fjall).
Markahæstur: Hilmir Guðmundsson, Team Helgi
Mestu
möguleikar á framförum: Guðjón Häsler, SA
Verðmætasti leikmaðurinn: Guðni, SHS
Á lokahófinu gaf Heiðar Ingi í Everest einnig brynju sem mótshaldarar máttu úthluta til leikmanns sem þótti þurfa á henni að halda. Eitthvað virðist fyrirliði sigurliðsins, Helgi Gunnlaugsson, hafa verið orðinn þreyttur eftir erfitt mót því það var hann sem fékk brynjuna.