Víkingasigur í Laugardalnum

Mynd: Elvar Freyr Pálsson (15.09.2012)
Mynd: Elvar Freyr Pálsson (15.09.2012)


Víkingar lentu tveimur mörkum undir en sigruðu SR með þriggja marka mun.

Leikur SR og Víkinga var skemmtilega furðulegur ef horft er á tölurnar. SR skoraði tvö mörk í fyrsta leikhluta, Víkingar skoruðu fimm í öðrum leikhluta og hvorugu liðinu tókst að skora í þeim þriðja.

Daníel Magnússon og Pétur Maack komu SR í 2-0. Sigurður Sigurðsson, Stefán Hrafnsson 2, Björn Már Jakobsson og Lars Foder skoruðu fyrir Víkinga í öðrum leikhluta og þar við sat. Úrslitin: SR - Víkingar 2-5 (2-0, 0-5, 0-0).

Mörk/stoðsendingar
SR
Daníel Magnússon 1/0
Pétur Maack 1/0
Steinar Veigarsson 0/1
Refsingar: 12 mínútur

Víkingar
Stefán Hrafnsson 2/1
Lars Foder 1/2
Sigurður Sigurðsson 1/0
Björn Már Jakobsson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Sigurður Reynisson 0/1
Refsingar: 10 mínútur 

Næsti leikur Víkinga verður í Skautahöllinni á Akureyri fimmtudaginn 31. janúar þegar þeir fá lið Húna í heimsókn.