Karfan er tóm.
Leikur Mammúta og Garpa var jafn og spennandi frá upphafi. Mammútar byrjuðu betur og voru með 3-1 forystu eftir fjórar umferðir. Garpar jöfnuðu í næstsíðustu umferðinni og stálu svo tveimur stigum í lokaumferðinni og unnu 5-3. Garpar tryggðu sér þar með réttinn til að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Andstæðingar þeirra í þeim leik verða annað hvort Mammútar eða Fífurnar. Mammútar njóta þess að hafa endað í efsta sæti deildarkeppninnar og fá því annað tækifæri til að komast í úrslitaleikinn.
Fífurnar unnu Víkinga í kvöld, 5-2. Víkingar skoruðu í fyrstu umferðinni en Fífurnar unnu næstu þrjár umferðir og staðan orðin 5-1. Víkingar minnkuðu muninn í 5-2 í næstsíðustu umferðinni og í lokaumferðinni fór svo að þeir áttu ekki eftir nógu marga steina til að jafna leikinn, lokastaðan því 5-2 Fífunum í vil. Fífurnar áunnu sér þar með rétt til að leika í undanúrslitum gegn Mammútum á laugardagsmorgun kl. 9.00. Víkingar fara hins vegar beint í leikinn um bronsið.
Leikirnir í tölum:
Mammútar | 1 | 1 | 1 | 3 | |||
Garpar | 1 | 2 | 2 | 5 |
Víkingar | 1 | 1 | x | 2 | |||
Fífurnar | 1 | 3 | 1 | x | 5 |
Það voru semsagt liðin sem enduðu í öðru og fjórða sæti deildarkeppninnar sem unnu liðin í fyrsta og þriðja sætinu. Undanúrslitaleikurinn hefst kl. 9.00. Sjá einnig leikjadagskrána og úrslit í excel-skjali hér.