Íslandsmótið i krullu: Skytturnar í fjórða sætið

Einn leikur var leikinn í deildarkeppninni í kvöld. Skytturnar sigruðu Üllevål.

Leikur kvöldsins var úr tíundu umferð mótsins en var frestað vegna forfalla þegar hann átti að fara fram. Skytturnar og Üllevål áttust við og þurftu sannarlega að einbeita sér vel að leiknum í kvöld því á hinum fimm brautunum var óvant fólk að prófa krulluna, flest í fyrsta skipti, hópur frá Bónust á tveimur brautum, hópur frá Sjúkrahúsinu á Akureyri á tveimur brautum og hópur frá Vodafone á einni braut.

Það voru Skytturnar sem höfðu betur gegn Üllevål, 6-3, og komust þar með að hlið Garpa í 3.-4. sætinu en þar sem Garpar unnu báða leikina gegn Skyttunum raðast Garpar ofar af þessum tveimur liðum. 

Öll úrslit, leikjadagskrá og tölfræði má finna í excel-skjali hér.

Staðan eftir leikinn í kvöld:

 Lið 
Sigrar 
Töp
 Víkingar 
8
 5
 Mammútar   8
 4
 Garpar
 7 6
 Skytturnar 7 6
 Riddarar 6 6
 Fífurnar
 6 7
 Üllevål 4 8
 Svarta gengið
 4 8

Tveir frestaðir leikir fara fram fimmtudagskvöldið 18. mars (svellið laust kl. 21):

Riddarar - Mammútar
Svarta gengið - Üllevål

Að loknum þessum leikjum verður eftir ein heil umferð, öll liðin búin að spila jafnmarga leiki og væntanlega einhverjar línur farnar að skýrast varðandi það hvaða lið eiga möguleika á að fara í úrslitakeppnina.