Karfan er tóm.
Úrslit leikja í tólftu umferðinni þýða það að enn eiga öll liðin möguleika á að enda á meðal fjögurra efstu og fara í úrslitakeppnina. Það flækir reyndar stöðuna að nú er þremur frestuðum leikjum ólokið og á eitt liðanna, Üllevål, tvo frestaða leiki. Þau lið sem eiga einn leik inni eru Mammútar, Riddarar, Skytturnar og Svarta gengið. Með sigri á Mammútum í kvöld komust Víkingar upp að hlið þeirra á toppnum með sjö sigra. Fífurnar og Garpar nálguðust toppinn með sigrum í kvöld, Garpar sigruðu Riddara og Fífurnar sigruðu Skytturnar. Garpar, Fífurnar og Riddarar koma fast á hæla toppliðanna, hafa sex sigra hvert lið en Riddarar eiga leik inni á hin tvö liðin. Þrjú neðstu liðin eiga öll inni einn eða tvo leiki, Skytturnar hafa fimm sigra en Svarta gengið og Üllevål hafa fjóra.
Skytturnar og Üllevål leika sinn frestaða leik miðvikudagskvöldið 17. mars en ekki er komin ákveðin dagsetning á hina tvo frestuðu leikina. Stefnt er að því að klára þá leiki áður en lokaumferð deildarkeppninnar fer fram mánudagskvöldið 22. mars.
Úrslit tólftu umferðar:
Svarta gengið - Üllevål | frestað |
Mammútar (185,4) - Víkingar (146) | 2-4 |
Fífurnar (185,4 - Skytturnar (185,4) | 7-0 |
Garpar (25) - Riddarar (185,4) | 7-2 |
Staðan er nú þessi:
Sigrar | Töp | |
Víkingar | 7 | 5 |
Mammútar | 7 | 4 |
Riddarar | 6 | 5 |
Fífurnar | 6 | 6 |
Garpar | 6 | 6 |
Skytturnar | 5 | 6 |
Üllevål | 4 | 6 |
Svarta gengið | 4 | 7 |
Öll úrslit, leikjadagskrá og tölfræði má sjá í excel-skjali hér.
Þrettánda og næstsíðasta umferð deildarkeppninnar fer fram mánudagskvöldið 15. mars en þá eigast við:
Braut 1: Fífurnar - Garpar
Braut 2: Skytturnar - Svarta gengið
Braut 4: Víkingar - Riddarar
Braut 5: Üllevål - Mammútar